Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Qupperneq 36
36 LAUCARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 Helgarblað DV Kappræoup Gífurleg spenna ríkir manna á meðal hér í Bandarfkjunum fyrir þessar forsetakosningar og meiri áhugi er nú á meðal nemenda í mennta- og háskólum en nokkru sinni fyrr. Síðan aldurstakmark kjósenda var lækkað úr 21 árs nið- ur í 18 ára á áttunda áratugnum hefur þátttaka ungra væntalegra kjósanda aldrei verið meiri. John Kerry þótti hafa staðið sig mun betur en forsetinn, samkvæmt nánast öllum könnunum sem gerðar voru eftir kappræður þeirra sl. fimmtudag. Bush, sem aldrei hefur verið talinn mikill ræðumað- ur en þykir hafa sjarma og stað- festu sem höfðar til margra kjós- anda, virtist oft ekki alveg vera með á nótunum, stamaði og gretti sig og endurtók sig hvað eftir ann- að. Repúblikanar voru að vonum mjög áhyggjufullir eftir lélega frammistöðu forseta síns og stól- uðu á Dick Cheney að bæta þann skaða í kappræðum við varafor- setaefni demókrata, lögfræðinginn John Edwards. Staðreyndir eru heimskuleg fyrirbæri Edwards lét gamla refinn Chen- ey ekki ná höggstað á hvorki sér né Kerry, heldur sneri oft sókn í vörn enda geysigóður réttarlögfræðing- ur og vanur snörpum atlögum. Fyrir svo ungan mann, sem nánast er enn rétt að slíta barnsskónum á Bandaríkjaþingi, stóð John Ed- wards sig mjög vel að mati allra fréttaskýrenda og spekúlanta úr báðum herbúðum. Cheney gat oft ekki annað en sagt „no reply", m.a. þegar Edwards minnti hann á orð hans varðandi gereyðingarvopn og nú alkunnugar falskar Spllavfti f Kalifornfu „Gífurlegur hagnaður þessara víta rennur beint til indjánanna sjáifra og þeirra landskika sem eru friðaöir og teljast sjálfstæðir frá skattalögum Banda- rlkjamanna." yfirlýsingar stjórnarinnar um framleiðsuáform Saddams Hussein á þessum vopnum í írak. Einnig lét Edwards Cheney aldrei komast upp með að rugla saman 11. september-árásinni sem flestir telja að Usama Bin Laden standi á bak við (Þótt hann sjálfur hafni því alfarið, segir að Massad, leyniþjón- usta ísrael ásamt vel völdnum aðil- um bandaríska hersins standa að baki ódæðisverkunum). Á köflum minntu rök Cheneys á orð Teflon- forsetans Ronalds Reagan þegar hann sagði svo eftirminnilega „Facts are stupid things". Tvíræðni Þegar þeir voru spurðir um rétt samkynhneigðra til að giftast, sýndi Cheney á sér mannlegri hlið en oftast áður, lfklega vegna þess að sjálfur á varaforsetinn lesbíska dóttur, Liz. Hann telur það rétt allra einstaklinga að gera það sem þeim er fyrir bestu, en þar sem repúblikanar hafa ruðst í það stór- virki að reyna að breyta stjórnar- skránni til þess eins að útiloka stóran hóp þegna þessa lands frá því að njóta réttlætis á borð við gagnkynhneigða, þá styður hann HELGA BRAGA & STEINN ARMANN YODKAKÚRÉNN waieiHP Höfundur: Kfi*tlauo Maria Siflurðardóltir. Lalkstjóri: Gunnar Infll Gunntleinston. Lefkmynd ofl búnlnflar. Elln Edda Amadóttir. Ljósahönnun: Bjöm Bergttelnn Guðmundston. Uikgerfi og fðrðun: KristlnThon. í AUSTURBÆ Lau. 9/10 kl: 20.00 Laus sæti Sun. 10/10 kl: 20.00 Laus sæti Fim. 14/10 kl: 20.00 Laus sæti Miðasala : www.midi.is Sími: 551 4700 www.vodkakurinn.is Kappræöur Edwards og Cheney „Edwards lét gamla refinn Cheney ekki ná höggstað, hvorki á sér né Kerry, heldur sneri oft sókn I vörn enda geysigóöurréttarlögfræðingurog vanursnörpum atlögum." taumana þá stefnu þrátt fyrir að hann sé að ganga á skör við réttindi eigin dótt- ur. Edwards er með sambúðarrétt- indum en á móti giftingum fyrir gagnkynhneigða, hann átaldi repúblikana hastarlega fyrir að reyna að tvístra þjóðinni í þessu máli þegar svo mörgu öðru væri ábótavant og þyrfti athygli stjórn- valda, svo sem mennta-, atvinnu- og heilsumál landsmanna. Arnold og indjánarnir Spilavíti indjána hér í Kaliforníu hafa verið mjög í sviðsljósinu upp á síðkastið, en nú liggur ljóst fyrir að þetta fylki mun bráðlega yfir- taka Nevada og Las Vegas sem helsta spilavítasvæði Bandaríkj- anna. Gífurlegur hagnaður þessara víta rennur beint til indjánanna sjálfra og þeirra landskika sem eru friðaðir og teljast stæðir skatta- lögum Banda- ríkja- manna. Hér er um að ræða millj- arða banda- ríkjadala ár- lega og finnst nýjum fylkis- stjóra Kaliforníu það ekki nema sjálfsagt að fá stóran skerf af sköttum af þess- um nýja, umdeilda iðnaði. Efnahagur Kaliforníu er í rúst eftir sukk og svindl í orkugeiranum og lélega frammistöðu Gray Davis fyrrverandi fylkistjóra í þeim efn- um. Indjánarnir eru mjög svo ör- látir þegar kemur að því að styðja menn og málefni sem þeim eru geðþekk, s.s. skóla- og menntamál, heilsuþjónustu og þá kandídata í pólitfk sem tala þeirra máli. Gott dæmi um velgengni margra indjánaþjóðflokka í þessum efnum er ramsey, þjóðflokkur af wintun indjánabergi. örsmár og bláfátæk- ur þjóðflokkur sem í hundruð ára bjó við örbyrgð og eymd er nú einn ríkasti í landinu. Spilavíti framtíðarinnar Árið 1985 ákváðu Ruth Lorenzo og nokkrir aðrir ramsey-indjánar að opna litla bingó búllu á smáum landskika þeirra norðan við höfuð- borg Kaliforníu, Sakramentó. Á ör- fáum árum stækkaði búllan og í dag, tæpum tveim áratugum síðar, er Cachi Creek Casino Resort orðið einn stærsti atvinnuveitandi í sýsl- unni og er ekkert lát á velgengni og útbreyðslu þessa nýja iðnaðar indjánanna. Frá því að tína vínber og val- hnetur á landekrum sem forðum tilheyrði ramsey-þjóðflokknum en var hnuplað undan fótum þeirra, hefur Ruth Lorenzo umbreyst úr fátækum atvinnuleysisbótaþega í múltimilljóner og þorp hennar í eitt það flottasta og framþróaðsta sem finnst hér um slóðir. Allir sem tilheyra þessum flokki eru nú á at- vinnu- eða launaskrá, allir þegnar með heilsutryggingu og enginn veit hversu há laun eða hverjar raunverulegar tekjur eru af þess- um vítum, því eins og áður sagði eru indjánar ekki skattskyldir. En með vaxandi velgengni vex einnig ábyrgð til hins stærra samfélags. Margar milljónir hafa runnið í vasa stjórnmálamanna úr vösum indjánahópa, sem vilja halda góð- um samböndum til að styðja vöxt og þroska þessarar feitu peninga- vélar. Arnold er ákveðinn í að fá sinn skerf og hefur hann sett fram lagaákvæði sem kosið verður um í komandi forsetakosning- um, en þau munu skera úr um hvort indjánar fái áfram að halda sínum fráa peningafáki eða hvort vöðvakúrekinn frá Austurríki nái að halda stefnu hvíta mannsins til streitu og ræna þá gullhestinum. sjálf- Arnold Schwarzenegger „Margar milljónir hafa runnið I vasa stjórn- málamanna úr vös- um indjánahópa, , sem vilja halda góð- I um samböndum til 1 að styðja vöxt og áj þroska þessarar jSj feitu peningavél- jfl ar.Arnolder jM ákveðinn iaðfá MM sinnskerf." M
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.