Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Síða 54
Helgarblað DV GÓÐ SALA! VANTAR BÍLA Á SKRÁ OG Á STAÐINN Opið virka daga kl. 10-19 Laugardaga kl. 10-17 Sunnudaga kl. 13-17 Finndu rétta bílinn www.bilamarkadurinn.is Mbenz 240Í Ctót 1998úrg efcl 19 Mjðg vel útbúinn bdl Gulllollegt eintnk Vetð 2490Þ Tilboð 2190 ÞoMandi 840þ Volvo V70 úrg. 02/02, ek. 56 Sfa, leður, ílfelg- ur, somlæs.iotm. I öllu. Viikilego flattur! Veið 2920 þ. M.benz E32 AMG, úig. 10/93. ek.176. Rouðsons, topplúgo, somlæs, spoiieikitt, lækkoður,17' 61, flottni græjui. Flottui bill. Veið: 1630 þ. Tilboð:1490 þ. Fiot 8iovo 1,6 órg. 10/97, eklOO þ. Giænn, som- læs, þjónustubðk. Rotm. I rúðum, speglum. Flottui bill. Verð 540 þ. Tilboð:410 þ.! 111 Nisson Potiol SE 2.8 TDi 07/00 Ekl 29þ Bsk5glro. Eeður,Eúgo,Rofmogn I ðllu, Þjúfovörn.þjðnustubðk.. Verð 2690þ TIEBOÐ2550þ Nisson Primero 2.0 SEX, ek. 113þ sjk. Steingrór. Spoiler, somlæsiogor. Sumor og vetrordekk. Virkilego gott eintok. 2 eigendur frú upphofi. Veið: 470 þ. Nisson Almeio Comfort. 1,5, ðig 2002, ek. 50 þ. km. Beinsk., silfur, somlæsingor, CD, obs, ðtfelgur. Vel með forinn. Verð 1150 þ.Tilboð 1000 þ. Hondo Hiv 1,6 2000örg ek 55þ Diúnoikúlo lofmogn I öllu Mjög gúðui jcpplingur Verð:l 590þ Tilboð:1490 Toyoto 4runner V-6 3,03/91 ekl 75Þ sjúlfskiptur 35' bieyttur.cd.þjðfovörn, Virkilego follegt ein- tok, veið:600þ Tilboð:550 Crysler PT-cruiser, 07/’01 ek. 70 þús. 5 giro, 2,4tc. Silfur. Topplúgo.T 7'úlfelgur, Altezo oftur- Ijós, obs, oirbog.skigðor rúður. Ofl,ofl,ofl,ofl... Verð:2390 þ. Tilboð: 2090 þ. Mozdo 323F glxi 1,5, úrg. 1999, ek. 86 þ. Beinsk., blðsons.spoiler, somlæsingor. Verð 840 þ. M.8enz 280SE 3,5 V-8 Blór,sjólfskipt,Ek:348 Rosolego miklð gegntekinn Otsolego tollcgt eintok Verð:1550 þús Jeep Grond cberakee 03/02 Ek55 Sjúlskipt, Eeður.lúgo.Stigbretti, þokbogor.BOSE bljðmkerfi, ollt rofdiifið. ý FlottosbVerð:3600þ Tilboð:3490Þ Hyundoi Gollopper TDi2,5 04/01 ek58 bsk5gíro Abs.úl.somtæsingor, Vorodekksblíf,ofl,ofl. úbvflondi:950þ Ford Focus Gbio 1,6. Árg. 1999, ek. 105 þ. km. Vínrouður, sjúRsk.,, CD, obs.oirbog, Nýlego múloð- ucVerð 1020 þ.Tilboð 950 þ. Renoult 19 RT, úrg. 11 /95, ek. 126 þ Hvftur, spoiler, CD, rofmogn i rúðum og speglum, fjorstýið- or somlæs., Veið 350 þ. Tilboð 290 þ. Nisson Almeio SLX 1,6, 06/98, ek. 80 þ. Sjúlfsk. Rouðui, ólfelgui, obs, oirbog, fjorstýiðoi somlæsingor, 2dekjogongor. Verð 690 þús. GMC sierro 1500 12/03 Sjúlsk ek33þ leður.lok ú polli, 80SE hljomkeifi, krúmsilsoiör, kiómgiind.Utoð gler, Rosolego flott eintok. Veið 4150þ Tilboð.3950þ Stgrl! Jeep GRAND CHEROKEEIAREDO 4,7 úrg. 03/02, ek, 44 þús. Rouður. Topplúgo, þjúfovöm, somlæs, rofmogn I öllu. Flottur bdl. Veið 3490 þ. Doewoo Musso E23 '00 ek.58þkm úlfelgur, diúttorkúlo, geislospilod Verð 1.750þ Tilboð 1,590þ Hin ofsafengna trú á framfarir Einn af mörgum veikleikum mínum er lestur bóka um kommúnismann. Vinur minn sem er sjálfúr ekki frá- hverfur svona fræðum ícom í heimsókn og tók andköf yfir því hvað ég á mikið af svona ritum. Og þau bætast enn í safnið, að minnsta kosti tugur síðan í fyrrasumar. Ég lagði fyrir sjálfan mig lítið próf og komst að því að á svip- stundu gat ég nefnt nöfn hátt í níutíu sovéskra bolsévíka: Abakumov, Anand, Allilujev, Andrejev, Antonov Ovseenko, Bedny, Beria, Berman, Blumkin, Borodin, Bresnev, Budjonny, Bukharin, Bulgan- in, Charkviani, Choibalsang, Chubar... Æ, nei, stopp! Ég velti því stundum fyrir mér af hverju ég er að lesa þetta, hvort það sé bara saklaust áhugamál eða hvort þetta sé jafnvel ígildi einhvers konar kláms? Er ég svona heillaður af þessu innst inni? Eg hef meira að segja lagst svo lágt að lesa bækur um einkalíf for- ystumanna í Þýska alþýðulýðveldinu. Það er í raun afar merkilegt hvað pakk getur komist langt áfram í veröldinni. Engar sannleiksnefndir að störfum Stundum lofa ég sjálfum mér að lesa ekki fleiri svona bækur. Þetta er náttúrlega tímasóun - hvað þarf ég að vita meira um þetta lið? En þá koma út rit eins og Koba the Dread eftir Martin 7\mis, Gulag eftir Anne Applebaum, Stalins Henchmen eftir Donald Reyfi- eld og In the Court of the Red Tsar eft- ir Simon Seabag Montefiore. Ég hef ekki undan að bera þetta með mér í þungum töskum frá útlöndum. En kannski er líka jafngott að svona bækur koma út og að til er fólk sem fer á kaf í skjalasöfn Sovéttímans. Það eru varla neinir opinberir minnisvarðar um fórnarlömb kommúnismans í Rússlandi; forsetanum þar er ekki sýnt um að minnast þessa tíma með klökku hjarta, heldur byggir hann á arfleifð gömlu leyniþjónustunnar - hann er það sem kallast „chekisti". Svo ég viti til hefur ekki einn einasti maður verið dæmdur fyrir glæpi Sovéttímans - það eru engar sannleiksnefndir að störfum. Skepan Bería afhjúpar sig Það sem mér finnst einna athyglis- verðast úr þessum bókum sem ég hef lesið að undanförnu er tvennt: Annars vegar Georgíumaðurinn Beria. Hann var gáfaðastur í valdaklíku Stalínstím- ans (að undanskildum Stalín sjálfum), afskaplega dugmikill maður, en grimmur og öfughneigður. Við lát Stalíns afhjúpar Bería sig. Hann reynist alls ekki vera neinn kommúnisti, langt í frá, vill ná sáttum við Vesturlönd, opna Gúlagið, endurreisa einhvers konar markaðsbúskap, sameina Þýska- land. Undir lokin kemur hann næstum fyrir sjónir eins og einhvers konar Gor- batsjov. En Beria var auðvitað skepna og hlaut makleg málagjöld þegar hann var drepinn af klíkubræðrum sínum - Stalín talaði um hann sem „sinn Himmler". Maður getur samt spurt sig hvort sagan hefði orðið öðruvísi ef Ber- ia hefði orðið ofan á í valdabaráttunni 1953 - eða allavega velt því aðeins fyrir sér. Hins vegar er það Stalín sjálfur. Myndin af honum er orðin miklu fyllri en hún var áður en menn fóru að kom- ast í skjalasöfn ráðstjórnarinnar. Stalín var miídll skjalakarl; það eru til ótrú- lega nákvæmar heimildir um einkalíf hans og lfka um morð og grimmdar- verk. Sebag Montefiore segir í riti sínu um rauða tsarinn að Stalín hafi alla tíð verið fanatískur marxisti, hann hafi tekið þessa trú sem ungur maður og aldrei bilað í henni. Það sé mikil ein- földun að afgeiða hann sem ofsóknar- óðan harðstjóra að austrænum hætti. Það sem dreif hann áfram voru vest- rænar kenningar. Hugsjónin um þúsundáraríkið Sú afsökun sem hefur margsinnis verið sett fram að Sovétríkin hafi verið einhvers konar afbökun kommúnism- ans er heldur ekki marktæk. Þar var komið á sameignarskipulagi líkt og kveðið er á um í fræðunum, einkaeign var afnumin bæði í borgum og sveitum; til þess þurfti að útrýma heilum stétt- um manna og öllum sem stóðu í vegin- um. Kommúnismi er þúsundáraríkis- hugsjón, hugmynd um að hægt sé að skapa fyrirmyndarríki á jörð, jarðneska paradís, án þess að guðleg máttarvöld komi nærri. Maðurinn er settur í miðju alheimsins. Samt ber þetta svip trúar- bragða. Undanfarið hef ég verið að lesa rit eftir John Gray, breskan heimspek- ing sem rekur tengslin milli þúsundára- ríkishugsjóna og kristindóms. Hann álítur að þær séu meira eða minna sprottnar úr kristninni - það sé bara búið að setja guð út úr myndinni. Gray rekur þetta í gegnum húmanisma nítj- ándu aldar yfir f kommúnisma, nas- isma - haldið ykkur fast - frjálshyggju síðustu áratuga. Huqmyndafræði frjálshyggju og kommúnisma svipuð? Nú ætía ég ekki að leggja lesti frjáls- hyggjunnar að jöfnu við grimmdaræði kommúnismans og nasismans. En Gray færir trú fyrir því að hugmyndafræðin sé af svipuðum toga: Ofsafengin trú á framfarir. Að sagan stefni í einhvern endapunkt þar sem allir eru hamingju- samir. öll togstreita hefur endað, öll vandamál eru leyst, við blasir sæluríki, nýtt mannkyn. Á árunum eftir fall Mtirsins talaði Francis Fukuyama um endalok mannkynssögunnar - nú vekur sú hugmynd varla annað en kátínu. En markaðshyggjubókstafstrú var miskunnarlaust boðuð á árunum eftir að kalda stríðinu lauk. Það var látið eins og frjáls markaður væri eina módelið sem gæti hugsast fyrir mannkynið, hann myndi ryðja öllu úr veginum - það væri beinhnis söguleg nauðsyn, vísindaleg staðreynd, rétt eins og þegar allar flækjur sögunnar áttu að leysast í díalektískri efnishyggju marxismans. Auði Rússa eytt í fótboltalið í Evrópu En svo dagaði þetta uppi í skugga- legu þjófræði í Rússlandi þar sem auði heillar þjóðar var stolið - peningarnir meðal annars notaðir til að gera út fót- boltalið í Evrópu. Ráðgjafar Alþjóða- bankans komu heilu ríkjunum á haus- inn. Hinir veiku gátu ekki borið hönd Egill Helgason liggurlbókumur kommúnismann, Sovétríkin og annað skemmtiiegt Laugardagskj allar i fyrir höfuð sér. Heimildarmynd sem heitir The Corporation var sýnd hér um daginn og íjallaði um fýrirtækjasam- steypur nútímans. Þar var meðal ann- ars farið í verksmiðjur (e.sweatshops) þriðja heimsins; stórfýrirtækið var sál- greint og niðurstaðan var að það væri sýkópati - gráðugt, siðlaust og ábyrgð- arlaust. Tilraunir til að koma á amer- íska bisnessmódelinu í Miðausturlönd- um eru lfldegri til að enda í klerkastjórn en Starbucks á hverju horni. Teikn eru líka um að umhverfið í heiminum þoli ekki að markaðshyggjan sigri, að jörðin setji takmörk - segi ein- faldlega stopp. Það er ekki til næg olía, ekki nægt vatn, ekki nægar auðlindir. Skógar eru á stöðugu undanhaldi, á fimmtíu árum hefur dýrategundum verið útrýmt eins og á milljón árum áður, loftslagsbreytingar af manna völdum virðast vera blákaldur veru- leiki. Blaðamenn sungu katastróf- unni lof og prís Framfaratrúin var líka leiðarljós kommúnista þegar þeir eyðilögðu um- hverfið - við það voru þeir álíka stór- tækir og í manndrápunum. Þeir höfðu að leiðarljósi blinda trú efnishyggju- manna á að iðnvæðing væri leiðin til hamingju, allt væri hægt að leysa með verkfræði - rithöfundar voru kallaðir „verkfræðingar sálarinnar" Þetta er reyndar titillinn á bók sem ég las í sum- ar, eftir Hollendinginn Frank Westerm- an, og fjallar um hvernig ógnarstór svæði í Mið-Asíu-lýðveldum Sovétríkj- anna voru eyðilögð vegna þess að þar átti að rækta bómull. Þessa vöru mátti ekki flytja inn - verkamannaríkið átti að vera sjálfu sér nógt um það. Grafnir voru gríðarlegir skurðir og settar upp áveitur. Afleiðingin var sú að náttúru- legt vatnsflæði í Aralvatni og Kaspíahafi eyðilagðist; nú gnauða þarna óblíðir vindar af eyðimörkum og saltsléttum. Þetta er ein mesta umhverfiskatastrófa sögunnar. En á sínum tíma sungu blaðamenn og rithöfundar þessu lof og prís. Engin slys í sósíalísku samfé- lagi? Framfarir kunna að vera óstöðvandi, en þær fara oft í allt aðra átt en við höldum - líka þótt þær séu byggðar á einhverju sem tahð er vera vísindi. Arthur Koestíer segir þá sögu af franska rithöfundinum André Malraux að hann hafi á fjórða áratug síðustu aldar setið á ógnarlöngum fundi I Moskvu þar sem kostir hins vísindalega sósíalisma voru mærðir út í eitt. Nýr heimur var í burð- arliðnum. Malraux leiddist þetta og spurði af eðlislægri óþolinmæði: „En hvað þá með manninn sem lendir und- ir sporvagni?" Það sló felmtri á salinn við þessa goðgá en svo kom rétthugs- andi flokksfélagi til bjargar með því að segja: „í fullkomnu sósíalísku sam- göngukerfi verða engin slys." Undanfaríð hefég veríð að lesa rit eftir breskan heimspeking sem rekur tengslin milli þúsundárarík- ishugsjóna og krístindóms. Hann álítur að þær séu meira eða minna sprottnar úr kristninni - það sé bara búið að setja guð út úr myndinni. Gray rekur þetta í gegnum húmanisma nítjándu aldaryfír í kommúnisma, nasisma - haldið ykkur fast - frjáls- hyggju síðustu áratuga. c

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.