Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2004, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2004 Fréttir DV Skilorð fyrir morðhótanir Héraðsdómur Suður- lands dæmdi í gær Ágúst Þór Ólafsson, rúmlega fer- tugan Selfyssing, í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hóta dóttur sambýlis- konu sinnar og kærasta hennar lífláti fyrir rúmu ári. Ágúst Þór viðurkenndi fyrir dómi að hafa verið drukk- inn þegar hann veittist að fósturdótturinni og kærast- anum sem flúðu heimili stúfkimnar vegna hótana hans. Verkfallsskóli til skoðunar Þetta vekur mikla at- hygh en ég hef ekki fengið kennara í verkfaUsvörslu í heimsókn ennþá," segir Haraldur Ólafsson, veður- fræðingur og háskólapró- fessor, sem stofnað hefur skóla á heimUi sínu sem hann nefnir HávaUaskóla. Kennurum í verkfaUsnefnd er þó ekki skemmt og hyggjast athuga réttmæti skólareksturs Harafds sem nú kennir 16 börnum. „Kennarastarfið er lög- verndað starf og ég hélt satt best að segja að það þyrfti leyfi til reksturs skóla," seg- ir Svava Pétursdóttir, for- maður verkfaUsnefhdar grunnskólakennara, sem nú skoðar lögmæti skólans. Góð áhrif risastyrks Svo virðist sem 1,7 miUj- arða króna bandarískur rannsóknarstyrkur tíl deCODE hafi haft góð áhrif á gengi hlutabréfa í fyrir- tækinu í kauphöUinni í New York. Gengið hækkaði í gær um 4 prósent og end- aði í sléttum 8 doUurum á hlut sem er það hæsta um aUnokkra hríð. Gengið hafði einnig hækkað á föstudag, þá um 4,48 pró- sent á hlut. Gengi bréfanna hefur ekki verið svo hátt frá því um miðjan júlí. Það hrapaði niður í rúma 5 doUara í ágúst. Ferðaskrifstofan, sem skipulagði ferðina þar sem íslenskur ökumaður og brasilísk- ur ferðamaður létust í Þjórsárdal, hefur ekki nauðsynleg leyfi eða tryggingar til að stunda slíka starfsemi. Samgönguráðuneytið hefur ítrekað óskað eftir því að fyrir- tækið bæti úr stöðu mála. Yfirheyrslur yfir þeim sem komust lífs af úr slysinu standa yfir. Úlöglegt fyrirtæki shipulagúi banaterðina Tveir létust í bflveltunni á Þjórsárdalsvegi snemma á sunnu- dagsmorgun. Fyrirtækið Ferðabatteríið/this.is-iceland skipu- lagði ferðina. Samgönguráðuneytið hefur ítrekað óskað eftir því að fyrirtækið afli nauðsynlegra trygginga og leyfis til að kalla sig ferðaskrifstofu. Það hefur enn ekki verið gert. Yfirheyrslur vegna slyssins standa yfir. í bréfi samgönguráðuneytisins til fyrirtækisins This.is-Iceland segir: „... ljóst er að um leyfisskylda starf- semi er að ræða sem nú er stunduð án nauðsynlegs leyfis og trygging- ar“. Ráðuneytið beinir því einnig til fyrirtækisins að ekki verði frekari dráttur á að sótt verði tun leyfi sem ferðaskipuleggj andi. Tveir dóu í slysinu sem Ferða- batteríið skipulagði um helgina. Samkvæmt upplýsingum frá Sverri Agnarssyni, eiganda Ferða- batterísins, var ferðin skipulögð af this.is-Iceland. Fyrirtækið hafi hins vegar fengið annan aðila til að sjá um framkvæmdina. Bíllinn og öku- maðurinn hafi því ekki verið á þeirra vegum. í bréfi samgönguráðuneytisins kemur fram að þó að Ferðabatteríið Þeir létust: Mennirnir tveir sem létu lífið i bilvelt- unni á sunnudaginn hétu Þórarinn Björn Magnússon, til heimilis að Vatns- endabletti 6, Kópavogi. Hann var fæddur 23.júni, 1981. Brasiliumaður- inn hét Stephan Bernard Kahn og var fæddur 1969. annist milligöngu fyrir aðra ferða- þjónustuaðila sjáist á heimasíðu fé- lagsins að ferðimar séu ekki skipu- lagðar af öðrum. Því verði að telja að fyrirtækið hafi með höndum skipu- lag og sölu eigin ferða. Þar sé því um að ræða leyfisskyldan og tryggingar- skyldan rekstur. Sá sem Ferðabatteríið fékk til að sjá um ferðina örlagaríku heitir Lúðvík R. Sigurðsson. Hann segir Bfllinn sem eyðilagðist f slysinu Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum sem valtá miðjum veginum. „Heimildir DV herma að ísienski öku- maðurinn hafi misst bílinn á rangan vegar- helming þegar hann var að fikta í útvarps- tæki bílsins bflinn hafa uppfýllt öll tilskilin leyfi og hafa verið skoðaðan í september. „Ég er prinsippmaður og vil halda mínum hlutum á hreinu. Bíllinn var nýskoðaður og í góðu lagi," segir Lúðvík. Sjö manns vom í bflnum þennan sunnudagsmorgun. Hjón frá Banda- ríkjunum með tvö börn, Englend- ingur, vinur bandarísku hjónanna, brasilískur ferðamaður og hinn 24 ára íslenski ökumaður. Lögreglan á Selfossi rannsakar máhð og samkvæmt upplýsingum frá henni em yfirheyrslur enn í gangi. Beðið er eftir að rannsókn á bflnum sjálfum hefjist en enn sem komið er sé erfitt að staðfesta tildrög slyssins. Heimildir DV herma að ís- lenski ökumaðurinn hafi misst bflinn á rangan vegarhelming þegar hann var að fikta í útvarpstæki bflsins. Hann hafi rykkt bflnum til og misst stjórn á honum með fyrrgreindum afleiðingum. Lögreglan á Selfossi staðfesti að ummerki væm eftir bflinn utan veg- ar á réttum vegarhelmingi. Unnið væri að því að staðfesta hvort bfllinn hefði farið yfir miðhnu vegarins. simon@dv.is Sverrir Agnarson, eigandi this.is- iceland Fékk annan til að sjá um fram- kvæmdina á ferðinni sem hann skipulagði Hættuleg blanda í Kópavogi m Sumir menn em seinþreyttir til vandræða. Beinlínis leggja sig fram um að sýna jafnaðageð og stfllingu í hverri raun. Slflcir menn kahast jógar og ganga í sinni ítmstu mynd um í hvítum lökum og brosa út að eyrum. Svarthöfði, sem stekkur upp á nef sér að minnsta tilefhi, dáist að þessu sannkallaða fyrirbrigði. Að því er Svarthöfði taldi var svo gott sem útilokað að fipa jóga út af sporinu. En það eins og annað reynd- ist ekki eilíft. í ljós kom að íslenskum embættismönnum er ekkert ómögu- legt. Vflcur sögunni í Kópavog. Á sýslu- mannsskriftstofunni þar í bæ er starfsfólk vant því að viðskiptavinir, 'w Svarthöfði þegnar Sýslumanns, standi og sitji eins og þeim er skipað. Ef ekki þá hypji pöbuhinn sig út í hríðina og éti það sem úti frýs - ef það hefur þá enn- þá kraft til að opna munninn. Þetta er alvanalegt. Á dögunum gekk maður einn af kyni jóga inn á gólf hjá Sýslumanni. Taldi hann sig eiga erindi við hið op- inbera magt. Allur hans málatilbún- aður var reistur á misskilningi sögðu sýslumennimir með blýantana. En jóginn gaf sig ekki því hann hafði hugsað máhð vandlega. Taldi sig hafa Hvernig hefur þú það? „Ég gæti varla haft þaö betra. Meöan veöriö er fyrir ofan frostmarkið á þessum tíma árs erekki hægt að segja annað/ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræöingur. á réttu á standa. Vildi gera gott úr öllu. Þannig ganga hlutimir ekki fyrir sig hjá Sýslumanni í Kópavogi. Hann einn hefur lausn hvers máls í hendi sér. Og lausnin er sú að fólk skeinist út og sé ekki að þvælast fýrir fólki með þrasmælum og útúrsnúningum. Það er ekki að orðlengja það að við þessa blöndu; jóga mixað saman við sýslumann, varð sprenging: Jóginn flippaði út og var hent út. Einn einn sigur íslenska embættis- mannakerfisins Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.