Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2004, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDACUR 12. OKTÓBER 2004
Fréttir DV
að brjóta upp vítahring samskipta-
leysis ef allt er lesið með þessum gler-
augum.
Náin samskipti og tilfinningar
Enn nánari verða samskiptin þeg-
ar við erum farin að hafa skoðanir á
hlutunum og tjá okkur um hugsanir
okkar. En um leið og við segjum okkar
skoðun verðum við auðvitað um leið
að vera tilbúin að lilusta á skoðun
maka okkar og annarra í ijölskyld-
unni. (Það ætti nú að eiga við á ölium
sviðum mannlifsins, en er víst ekki,
því miður.)
Að taia um hvemig okkur líður er
að sjálfsögðu að tala um tilfinningam-
ar. Og þá erum við berskjölduð ekki
satt? Við tjáum okkur þess vegna ekki
um tilfinningar okkar við þann sem
við treystum ekki. En það að eiga ein-
hvem að sem við getum talað um til-
finningar okkar við, það er í raun hin
sanna hamingja.
Við getum aftur á móti ekki ætlast
til þess að maki okkar finni á sér
hvemig okkur líður eða hvaða skoð-
anir við höfum á hlutunum ef við segj-
um ekkert um það við hann. Maki
okkar er ekki skyggn á okkur. Stund-
um förum við í fýlu út í maka okkar af
Spyrjið séra Þórhall
DV hvetur lesendur til að senda inn
spurningar um hvaðeina sem snýr
að hjónabandinu og fjölskyldunni
til séra Þórhalls Heimissonar. Séra
Þórhallur svarar spurningum les-
enda í DV á þriðjudögum. Netfang-
ið er sambandisdv.is.
Einelti og
prófvalda
þunglyndi
Tallð er að ein milljón
breskra barna þjálst af
kviða og þunglyndi. Þetta
kemur fram I nýrri rann-
sókn og þar segir jafn-
framt að foreldrar barna
telji börn sin
undirmun
meira álagi en
þeir áttu sjálf-
Ír að venjast f
æsku. Um
75% þeirra
barna sem
þjást af þung-
iyndi eða kvíða kvarta
undan einelti og próf-
kvfða. Þá hafa börn f
auknum mæli áhyggjur af
eigin vaxtarlagi og um 5%
foreldra tiltölulegra ungra
barna segjast hafa
áhyggjur af því að börn
þeirra kunni að vera hald-
Ín átröskun.
M'
BARNAVOfíUVeRSUJN
GlÆSfBÆ
ntffi«$55 - w**v#,«o.i*
Brúðirnar
eldri en áður
Hjónavígslum hefur
flölgað hér á landi og á
síðasta ári vom
brúðkaupin 1.473,
Enn fleiri skráðu
sig í sambúð á ár-
inu eða 1.718 manns.
Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu Hagstofu íslands
sem kallast Konur og karlar
2004. Karlar eru að jafnaði
eldri en konur við giftingu
eða stofnun sambúðar og
meðalaldur brúðhjóna hef-
ur farið hækkandi - einkum
á síðustu tuttugu ámm.
Meðalaldur brúðar sem var
að gifta sig í fýrsta sinn var
24.2 ár á ámnum 1981-1985
en 30,3 ár á síðasta ári.
Brúðgumarnir em lfka
eldri, vom að meðaltali
26.3 ára 1981-1985 en 33
ára í fyrra.
Þegar samsklpH inaan fjöl-
skylduiaiar taka ranga stefnu
Siggi spyr
Blessaður Þórhallur. Eg og konan
mín emm búin að vera
að tala saman um
samskiptin innan fjöl-
skyldunnar okkar og
vildum fá smá leiðbein-
ingu hjá þér. Samskiptin okkar
eru svo sem ágæt en þó kem-
ur ýmislegt upp á sem við
eigum erfitt með að
ráða við. Það snertir
ekki bara okkur konuna
mína heldur börnin okkar
líka og tengdó,(sem ég
get stundum orðið
ansi pirraður á). Það er
eins og við séum oft að lenda í
einhverju rifrildisfari út af öllu
mögulegu, þar sem gamlar tugg-
ur em endurteknar. Er eitthvað
hægt að gera í svona samskipta-
málum, breyta mynstrinu sem
við erum að festast í?
Kveöja Siggi.
SællSiggi.
Auðvitað er hægt að sjá ákveðna
þróun í samskiptum okkar við aðra.
Og það getur hjálpað okkur mikið í
okkar samskiptum innan fjölskyld-
unnar að þekkja okkar eigið sam-
skiptamynstur. Því þá er hægt að grípa
inn í ef við erum á rangri leið og styrkja
þau samskipti sem gera okkur gott.
Samskipti okkar við aðra em að
sjálfsögðu bæði flókin og margvísleg
og á mörgum plönum. Við notum
þannig yfirborðsleg samskipti þegar
við viljum bara vera kurteis gagnvart
ókunnugu fólki eða öðrum sem við
þurfum að hafa h'tið samband við. Þá
spjöllum við t.d. um veðrið og annað
sem allir geta verið á sama máli um.
Engin áhætta er tekin. Þegar
samskiptin innan ijölskyldunn-
ar taka ranga stefnu geta þau átt
á hættu að vera öll á yfirborðinu
eins og hjá ókunnugu fólki. Eng-
inn þorir, getur eða vill kafa dýpra,
því þá er hætta á árekstrum og deil-
um. Sl£k yfirborðsmennska einkennir
líka fjölskyldur þar sem aldrei má tala
um vandamál eða annað sem hefur
komið fyrir. Allt verður „tabú“ - laun-
helgi hvílir yfir því. En einmitt þess
vegna er hætta á að beinagrindumar i
skápnum fari illa í sálarh'fið. Danska
bíómyndin „Festen" sýndi á dramat-
ískan máta uppgjör í kjölfar yfirborðs-
legra samskipta og tabú-mála í fjöl-
skyldu. Eruð þið kannski með beina-
grindur í skápnum Siggi minn?
Djúp samskipti og samskipta-
leysi
Þegar við erum farin að ræða um
fréttir og annað fólk dýpka samskiptin
nokkuð. Þá er um leið tekin viss
áhætta ef sambandið á í erfiðleikum.
Ef konan segir t.d. við mann sinn:
„Þau eru bara búin að mála allt héma
við hliðina á okkur, þau Jón og
Gunna". Þá getur hann tekið því sem
leyndri árás á sig. Hann „heyrir" frétt-
ina svona : „Það er munur hvað hann
Jón er duglegur að halda öllu fínu hjá
sér, þú gerir aftur á mótí aldrei neitt
hjá okkur“.
Auðvitað er þetta ýkt dæmi, en
dæmi sem margir þekkja. Það er erfitt
• Nú er hægt að kaupa sætuefnið
Xylitol í mörgum mat-
vöruverslunum. Xylitol
er mun sætara en
hefðbundinn sykur og
inniheldur auk þess um
40% færri hitaeiningar.
Xylitol sem fæst hérlendis
er lífrænt og hefur engum aukaefn-
um verið bætt í efriið. Hægt er að
kynna sér þetta sætuefni á xylitol.is
• Fiskidagar standa nú yfir í versl-
unum Hagkaups. Ýsa í sósu fæst á
aðeins 699 kr. kíló-
ið í stað 989 kr.
áður. Mikið úrval
fiskrétta er í fisk-
borðum verslunar-
innar en auk þess getur fólk keypt
fjögur stykki af blóðmör á 323 krón-
ur kílóið og lifrarpylsu á 347 kr.
kílóið. Tilboðin standa til morguns
eða svo lengi sem birgðir endast.
• Verslunin Harðvið-
arval er með alls kyns
tilboð í gangi þessa dag-
ana. Gólf- og veggflísar em seldar
með afslætti og hægt að fá hand-
laugar og vaska frá 19.900 krónum.
Ódýrasta klósettið kostar aðeins
19.900 krónur.
• Svar.is býður nú fólki að kaupa
tölvur og tölvuskjái með vaxtalaus-
um greiðslum í tólf mánuði. Við-
skiptavinir eiga þess líka kost
að byrja ekki að borga fyrr en
1. febrúar nk. Nánari upplýs-
ingar um tilboðin er að finna
á www.svar.is
• Vaxtalausar greiðslur í
tólf mánuði em líka í boði
hjá versluninni Svefn og
heilsa. Þá em leðurhæg-
indastólar nú á kynningar-
verði og kosta 59.000 krón-
ur. Frí heimsending er á heilsudýn-
um á höfuðborgarsvæðinu og á Ak-
ureyri.
• Salon Ritz er með sérstakan 30%
afslátt á næringarmeðferð fyrir and-
ht, augu og háls. Tilboðið stendur
til 15. október og ku meðferðin vera
bæði áhrifarík og slakandi.
því að hann skilur okkur ekki að því er
okkur finnst. En ætli ástæðan sé ekki
oftar en ekki sú að við höfum ekkert
sagt, ætlumst bara til að maki okkar
„lesi" okkur eins og opna bók.
Hundasyndromið
Raunveruleg nánd er síðan innsta
stig samskipta okkar. Með því á ég
við að við þurfum ekki að segja neitt
við hvort annað með orðum, heldur
njótum við þess bara að vera saman í
þögn, halda utan um hvort annað.
Við getum notið þessarar nándar
hvenær sem er, en hún byggist á því
að við höfum ræktað samskiptin og
berum traust og virðingu til hvors
annars. Þessi nánd kemur þannig
ekki af sjálfri sér og alls ekki ef við
tökum hvoru annað eins og sjálf-
sögðum hlut.
Ég hef stundum sagt að samskiptí í
sambúð getí þróast yfir í að verða eins
og samskiptí eiganda við hundinn
sinn. Við klöppum hundinum annars
hugar eins og af gömlum vana, en
ýtum honum svo til hhðar þegar við
nennum ekki meiru. Þetta er „hunda-
syndromið" eins og ég kaha það. Og
það er mesta ógnin við þá nánd sem
við þurfum öh á að halda frá maka
okkar og fjölskyldu.
Kveöja, Þórhallui.
Séra Þórhallur
Heimisson
skrifar um fjölskyldumál
Fimmtán fenqu forsjá
föður
Giftingu fýlgir því miður
oft skilnaður og hefur skiln-
uðum fjölgað töluvert á síð-
ustu tuttugu árum. Á síð-
asta ári skildu 531 hjón og
764 pör slitu sambúð sinni.
Margt hefur breyst þegar
kemur að forsjá barna við
skilnað eða sambúðarslit. Á
árunum 1981-1990 fór
móðir með forsjá barna í
níu af hverjum tíu tilvikum.
Eftir að sameiginleg forsjá
var heimiluð árið 1992 hef-
ur mynstrið tekið miklum
breytingum. Á síðasta ári
fékk meirihluti barna, við
lögskilnað, sameiginlega
forsjá
foreldra
sinna,
363
börn
eða 61%
hópsins.
Alls
fengu
215 börn
forsjá
móður,
eða 36%, og 15 forsjá föður
eða 3%. Alls horfðu 680
börn upp á sambúðarslit
foreldra sinna á síðasta ári
og var sameiginleg forsjá
valin í 75% tilvika.