Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2004, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2004, Síða 13
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2004 13 Þrír í sama árekstrmum Sá óvenjulegi atburður átti sér stað á ísafirði á sunnudag að þrír bílar lentu í sama árekstrinum. Fólks- bíll, smájeppi og vöruflutn- ingabíll skullu saman. Lög- regla segir orsakir slyssins ókunnar. Fólk meiddist ekki en bílamir skemmdust, smájeppinn mest. Sjaldgæft er að fleiri en tveir bflar iendi í sama árekstrinum á ísafirði. Björn náði öðrum áfanga Bjöm Þorflnns- son tryggði sér annan áfanga að alþjóðleg- um meistaratitli með mjög góðri frammistöðu með taflfélaginu Helli á Evrópumóti taflfélaga en Bjöm tefldi á öðru borði og hlaut 3,5 vinninga gegn mjög sterkum and- stæðingum. Bjömnáði fyrsta áfanga að alþjóð- lega titlinum nú í sumar. Skólameistari sker upp herör gegn áfengisneyslu nemenda Ólína afboðar haustskemmtun Ólfna Þorvarðardóttir Skóla- meistari Menntaskólans á Isafirði er í baráttu gegn áfengis- ' neyslu nemenda. Ólína Þorvarðardóttir, skóla- meistari Menntaskólans á fsafirði, hefur tilkynnt að árlegur haustfagn- aður nemendafélags skólans verði ekki haldinn í ár. Áralöng hefð er fyr- ir svokölluðu „skralli" menntaskóla- nema á ísafirði, en það er á allan hátt skipulagt af nemendum sjálf- um. Skólaráð menntaskólans ályktaði um málið í kjölfar óvissuferðar nem- enda í Bjarnafjörð fyrir rúmri viku en 70 af 110 nemendum sem fóm í ferðina vom reknir tímabundið úr skóla vegna ásakana um almenna áfengisneyslu. Ólína skólameistari telur að yfir- stjórn skólans hafi fulla heimild til að meina nemendum að halda skemmtunina, en ákvörðunin er liður í baráttu gegn áfengis- neyslu. „Við emm í samstarfi við nemendur sjálfa um það að breyta áherslum í nem- endalífi skólans. Þetta hafa verið böll á vegurn nem- endafélagsins en almenn- ingur hefur haft aðgang að þeim. Við lítum ekki svo á að það sé í verkahring nem- endafélagsins að halda uppi skemmtanalífi í bænum," segir Óh'na. Að öðm leyti sagðist hún telja málið inn- anhússmál og vildi ekki tjá sig um það ffekar. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá landlæknisembættinu, varar við lifrarbólgufaraldri sem nú geisar meðal homma í Evrópu. Haraldur segir ekki hafa orðið vart við sjúkdóminn hér á landi enn sem komið er. Hann varar homma við skyndikynnum við ókunna karlmenn í útlöndum og hvetur þá til bólusetningar. Uara hoiama vio IMólgufaraldri Mikil aukning hefur verið á sjúkdómstilfellum af völdum lifrar- bólgu A í Evrópu á þessu ári, samkvæmt tilkynningu frá sótt- varnarlækni á heimasíðu landlæknisembættisins. I Danmörku einni var heildarfjöldi tilfella kominn í 158 um miðjan septem- ber. Svipaðar fregnir berast frá Englandi og Hollandi þar sem aukning sjúkdómstilfella er gríðarleg. Faraldurinn er bundinn við homma, en meginsmitleið lifrarbólgu A er með saurmengun. „Við höfum sem betur fer ekkert séð af þessu hér ennþá," segir Haraldur Briem sóttvamalæknir. „Maður sér þetta af til hér meðal fólks sem hefur ferðast til landa þar sem til dæmis hol- ræsakerfi er lélegt." Haraldur segir sjúkdóminn hafa verið algengan á fslandi hér áður fyrr en hafa horfið með batnandi holræsa- kerfi. „Við höfum ekki orðið vör við þetta hjá hommum hér frekar en öðrum. Við viljum hins vegar vara þá sérstaklega við sem ferðast erlendis að þessi farald- ur er í gangi nú, fyrst og fremst á meðal homma," segir Haraldur. Bráður veirusjúkdómur Lifrarbólga A er bráður veirusjúk- dómur og h'ða tvær til sex vikur frá smitun þar til einkenna verður vart. Sjúkdómseinkennin em í upphafi lík flensueinkennum, með hita, verkjum og óþægindum í ofanverðum kvið, hægra megin. Nokkrum dögum síðar fer að bera á gulu, þvag verður dökkt og hægðir ljósar. Veikindi geta staðið yfir vikum og mánuðum saman en á endanum ná sér flestír af þessum sjúkdómi. Megin smitleið lifrar- bólgu A er saurmengun. Því em munn- og enda- þarmsmök mikill áhættu- þáttur eins og öll önnur snerting við endaþarm. Smit með menguðum mat og vatni er vel þekkt smit- leið. Hommar láti bólusetja sig Mest hætta smimn er vikuna fyr- ir og eftír að ein- kenna verður vart. Lifrarbólga A er mjög smit- andi sjúkdómur og duga því venjulegar vamir gegn kynsjúkdómum ekki. Það þykir því ástæða til að hvetja til al- menns hreinlætís við öll skyndikynni. Karlmönnum sem hafa kynmök við aðra karlmenn er ráðlagt að bólusetja sig gegn lifrarbólgu A. Hægt er að verða sér út um bólusetningu gegn lifrar- bólgu A á öllum heilsugæslustöðvum. Hópsýkingar meðal homma Vakin er athygli á því að hópsýking- ar af völdum lifrarbólgu A hafa brotíst út meðal homma í nokkrum Evrópulöndum á þessu ári, en slík- ar sýkingar em vel þekkt vandamál meðal þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá Noregi geisar þar lifrarbólga A með- al homma. Fjöldi tilfella fór fyrst vaxandi í lok maí 2004 og er nú vitað um 64 sjúk- linga. Meðalaldur sjúklinganna er 42 ár og em flestir búsett- ir í Osló. .. .að vera útfararstjóri? „Það er mjög gefandi að vera út- fararstjóri. Þetta er gott starf. f starfinu felst að aðstoða fólk og hjálpa því á mjög erfiðum tíma í lífi þess. Starfið er lflca gott að því leytí að maður er ekki staðbundinn og getur verið á ferðinni. Starfið felst meðal annars í því að sækja hinn látna á sjúkahús, elliheimili eða í heimahús, svo þarf að búa um hina látna og snyrta. Við þurfum lflca að taka á móti að- standendum í kistulagningu og skipuleggja hana og útförina. Að morgni útfarardags þarf svo að keyra kistuna í kirkjuna og síðan keyra hana í kirkjugarðinn. Fólk deyr ekki bara á milli m'u og fimm þannig að það þarf alltaf einhver að vera á bakvakt hjá útfararstofunni. Dauðinn og teknó Ég starfa lflca sem plötusnúð- ur. Ég spila svona „progressive" teknótónlist. Ég er, þó að ég segi sjálfur frá, einn af frumkvöðl- unum í þessu hér á landi. Ég spilaði mest á gamla Thomsen en hef síðan verið að spila á Kapital og þannig stöðum annað slagið. Það er orðið minna um svona tónlist á skemmtistöð- um í seinni tíð en við reynum að halda teknókvöld eins og við get- urn og þau em mjög vinsæl. Mér finnst mjög gott að geta unnið við eitthvað sem er allt öðmvísi en dagvinnan svona með, þegar mað- ur vinnur svona mikið með dauð- ann er mjög hollt að geta gripið í að spila hressa tónlist fyrir dansglatt fólk í stuði. Tekur vinnuna ekki með heim Ég byrjaði árið 1987 að reita ill- gresi í Fossvogskirkjugarði með skólanum. Þegar ég svo útskrifaðist árið 1993 var ég voðalega stefiiu- laus og vissi ekki hvað ég ætlaði að gera. Ég réð Ég trúi ekki á líf eftir dauðann. Ég held að lífið sé bara búið þegar fólk deyr. Ég hef allavega ekki fengið neina sönn- un fyrir framhalds- lífi. En ég bíð samt enn eftir henni. mig í fasta vinnu hjá kirkjugörðun- um við að grafa grafir og þvflflct. Árið 1996 bauðst mér svo starf hjá Útfararstofu kirkjugarðanna og hef ég verið þar síðan. Það hafa margir prufað þetta starf og margir hætt, þetta er ekki fyrir alla. Það er engin sérstök menntun sem þarf, en maður þarf að vera góður í mannlegum sam- skiptum. Maður þarf að bera mikla virðingu fyrir fólki, lifandi og látnu. Maður verður Iflca að geta skilið vinnuna eftir þegar maður fer heim. Annars mundi maður bara liggja í þunglyndi og fjölskyldulífið færi í rúst. Maður verður lflca að hafa svolítinn húmor þótt auðvitað sé þetta mjög al- varlegt starf. Trúir ekki á líf eftir dauð- ann Við deyjum öll. Það er gang- ur lífsins. Það er bara eðlilegt að mjög fullorðið fólk deyi. En þegar ungt fólk fer skyndilega ríkir mikil sorg og fólk ber sig oft illa. Það get- ur verið erftitt að taka sorgina ekki of mikið inn á sig undir slflcum kringumstæðum. Maður hefur séð látíð fólk í ýmsu ástandi og það að horfa á dáið fólk venst. Það er bara vinna, það er sorgin sem er erfiðust viðureignar. Fólk kveður látna ættingja sína og ástvini á mismunandi hátt og við reynum að koma til móts við fólk eins og við getum. Það er mik- ið um að fólk láti hluti fylgja hinum láma í kistunni. Það er algengt að bréf frá syrgjendum séu látin með í kistuna, einnig er algengt að fólk setji skartgripi og blóm með. Mað- ur hefur séð ýmislegt óvenjulegt fylgja hinum láma ofan í jörðina. Ég trúi ekki á líf eftir dauðann. Ég held að lífið sé bara búið þegar fólk deyr. Ég hef allavega ekld feng- ið neina sönnun fyrir framhaldslffi. En ég bíð samt enn eftir henni." ekki á llf eftir dauðann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.