Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2004, Blaðsíða 15
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2004 15 „Maðurinn minn ætlar í kvöld að elda pasta með tómatsósu sem hann býr tilsjálfur og er til fyrirmyndar," segir Ragna Fróðadóttir fatahönnuður. Iréttinum er mikiö afhvítlauk og basil. Með þessu ber hann fram grandsalat með tómötum og furuhnetum. Svo látum við rifnum osti rigna yfir allt saman. Stelpurnar okkar borða vel afþessu eins og flestu öðru en fá að bæta aukaskammti aftómatsósu á sína diska." Eldri strákar hafa slæm áhrif Samkvæmt símakönnun sem gerð var á eitt þúsund bandarískum unglingum hafa eldri strákar slæm áhrif á yngri kærustur sínar. Rannsóknin var gerð í Columbia-háskólan- um í Bandarfkjunum og þar kemur fram að stúlkur sem eru á föstu með eldri drengjum eru líklegri til að leiðast út i eitur- lyfjanotkun og byrja að drekka og reykja fyrr. Rannsóknin sýndi fram á að 58% stúlkna, sem áttu kærasta sem voru tveimur árum eða enn eldri en þær, drukku áfengi á meðan aðeins 25% af jafnöldrum þeirra, sem voru á föstu með strák- um á þeirra aldri eða áttu ekki kærasta, drukku. Aðeins 8% unglingsstúlkna sem áttu jafti gamla kærasta eða engan höfðu prófað að reykja maríjúana á meðan helm- ingur hinna hafði reykt maríjúana. í rannsókn- inni kom enn fremur fram að unglingarnir fögnuðu leiðsögn foreldra sinna en um 42% unghng- anna vildu geta talað í hreinskilni um ásta- máhn við foreld- rana. DV hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða DV birtist í blaðinu alla virka daga. Samrýmd fjöl- skylda Ingibjörg ásamt börnum sínum þremur, Guðmundi, Ingu og Arnaldi, og litlu gaurunum Fáfni og Nökkva og tigris- dýrinu á heimilinu. ýmislegt annað sem allir hafi gaman af. Ingibjörg segir að vissu- lega reyni það oft á þolrifin að ala upp börn. Einkum geti verið erfitt að segja nei og standa fast á því. Þá gildir ekki annað en að vera sjálfum sér samkvæmur og gefa ekki eftir - til þess eins að kaupa sér frið. Krakkarnir reyna misjafti- lega á þolrifin en okkur hefur reynst léttara að eiga við drengina en dótturina. Inga Björk er tíu ára. „Hún er dálítið fjörug og uppá- tækjasöm, blessunin, við þurfum „Við reynum líka að gefa hverju og einu tíma fyrir háttinn á kvöldin og það er mikilvægt að spyrja hvernig þeim líður. Þau tjá sig um það sem er að angra þau og það skýrir oft margt í hegðun þeirra." að vera mjög föst á því sem við segjum því hún reynir til hins ítrasta að fá sínu framgengt. Þá ríður á að láta ekki hafa áhrif á sig hvað aðrir halda því hún veltir ekki endilega fyrir sér hvar hún er stödd ef hún er að biðja um eitt- hvað,“ segir Ingibjörg. Hvolparnir sameina fjöl- skylduna Þau hjón hafa sótt námskeið í uppeldi og Ingibjörg segir það hafa reynst þeim vel. „Þar lærðum við meðal annars að gefa hverju og einu sinn tíma. Það þarf ekki vera lengri tími en tuttugu mínút- ur í einu þar sem barnið á alla at- hygli manns og ekkert truflar. Við reynum líka að gefa hverju og einu tíma fyrir háttinn á kvöldin og það er mikilvægt að spyrja hvernig þeim líður. Þau tjá sig um það sem er að angra þau og það skýrir oft margt í hegðun þeirra," segir Ingibjörg og bætir við að í sumar hafi þau fengið inn á heim- ilið tvo nýja fjölskyldumeðlimi sem allir sameinuðust í að taka vel á móti og vöktu mikla gleði meðal allra. „Þá fengu við tvo yndislega hvolpa, þá Nökkva og Fáfni. Þeir eru af tegundinni cavalier og nú sameinast allir í að gera þá hús- hreina. Það skiptir svo miklu máli að áhugamál okkar allra liggi sam- an og hvolparnir gera það sannar- lega,“ segir Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir, þriggja barna móð- ir og prentsmiðjueigandi. Mikil listakona Hrafnhildur Lára Hrafnsdóttir, sjö ára Akureyrarmær, er barn vikunnar að þessu sinni. Hrafrihildur heldur úti stórfínni heimasíðu á Bama- landsvefrium. Birgitta Haukdal er augljóslega í uppáhaldi hjá Hrafnhildi og eru margar myndir af söngkonunni á heimasíð- unni. Hrafrihildur lýsir svo Barn vikunnar sínum helstu hugðarefnum: „Mér finnst gaman í sundi, á skautum, skíðum og útivera á vel við mig, samt ligg ég oft fyrir fram- an videóið, það er voða gott lfka stundum. Ég er líka mikil lista- bý til keramik og náttúrulistaverk, svo eitthvað sé nefnt. Ég æfi líka bæði handbolta og fótbolta, mér finnst miklu skemmtilegra í fót- bolta," skrifar Hrafnhildur meðal annars. Niðurbrotin stulka Fárnarlömb barnamð- inga þjést grlðarlega og sum náséraldrei. \Myndinerjviðset^^ Fyrri hluti fimiíokt Ján Úlafssnn fim 2i. okt Buhhi Mnrthens fim 28. okt KK fimínóv Jagúar fim II nóv Ragnheiíhir Gröndal Seinni hluti Seinni hluti tónleikarsðarinnar. sem stendur frá midjum nóvember fram til jóla. verdur auglýstur sídar. Tónlistarfólki sem kynni ad hafa áhuga á a3 koma fram er bent á a3 hafa samband viB tonlist@tonlist.is Tónleikarnir verBa haldnir í IÐND en takmarkaBur míBafjöldi er á alla tónleikana. MiBasala fer fram í I3nó, Vonarstræti 3, milli kl. II-IB virka daga og í síma 5B2 97DD Nánari upplýsingar á www.tnnlist.is J) TÓNLIST.IS Hvernig þekkirðu barnaníðing? Því miður er ekki hægt að þekkja barnaníðinga á úditinu. Hugmyndin um ókunnuga, roskna manninn í frakkanum er víðs fjarri raunveruleikanum. Bamaníðingar eru til í öllum stærðum og gerðum og skera sig sjaldnast úr. Þeir geta vel verið I valdastöðum eða trún- aðarstöðum í þjóðfélaginu. Frétta- vefur BBC hefur gert úttekt á hvernig best er að þekkja bama- níðinga ffá öðmm. Það er frekar á aðferðum þeirra sem við getum þekkt þá: Barnaníðingurinn: • Reynir oft að komast að bam- inu í gegnum foreldra. Þekkt er að barnaníðingar byggi upp traust trúnaðarsamband við foreldra áður en þeir láta loks til skarar skríða. Oft em börn einstæðra foreldra auðveldari bráð. • Reynir oft að koma sér í störf þar sem hann getur unnið með og í kringum böm. Bamam'ðingar reyna oft að vinna í tengslum við skóla, félagsmiðstöðvar, eða ung- mennastarf íþróttafélaga og vera skemmtilegi fullorðni maðurinn. • Reynir að vinna sér traust bamsins með því að gefa því gjafir og leyfa því eitthvað sem foreldr- arnir myndu aldrei leyfa, eins og að stýra bíl eða horfa á bannaðar myndir. Einnig er algengt að barnaníðingar gefi unglingum áfengi og tóbak. • Notar aðstöðu sína til að hóta barninu. Hann hótar að segja frá áfengisneyslu eða einhverju, sem hann hefur komist að í gegnum falska trúnaðinn, segi barnið frá misnotkuninni. • Segir barninu að sambandið sé leyndarmál þeirra tveggja og enginn þurfi að vita hvað þau aðhafast. • Reynir að láta barninu líða eins og það séu sérstakt. Börn sem skortir ást og viðurkenningu heima fyrir em í áhættuhópi því þau leita að viðurkenningu utan veggja heimilisins. Kenndu barninu að segja nei Það er afar mikilvægt að for- eldrar útskýri fyrir ungum börnum hvaða lfkamsÚutar eru ekki fyrir aðra að snerta. Foreldrar þurfa að gefa sér góðan tíma með barninu og láta það finna að þeir séu alltaf reiðubúnir að hlusta. Fullur trún- aður getur skipt sköpum og mælt er með því að brýnt sé fýrir böm- um að þau geti sagt foreldrum sínum hvað sem er - jafrivel þótt einhver hafi trúað þeim fyrir leyndarmáli. Umfram allt þarf barnið að vita að það sé í lagi að segja NEI ef einhver kemur því í uppnám eða hræðir það. Síminn'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.