Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2004, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2004, Blaðsíða 7
DV Fréttír ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÚBER 2004 7 Hrósað fyrir baráttu gegn reykingum fslendingum er hrósað fyrir baráttuna gegn reyk- ingum í nýrri evrópskri skýrslu um aðgerðir Evr- ópuríkja gegn reykingum. Skýrslan verður birt í dag. Ríkjum Evrópusambands- ins auk Noregs, Sviss og ís- lands er raðað eftír því hvernig þau takast á við reykingar. íslendingum og Bretum er sérstaklega hrósað en Þjóðverjar og Tékkar fá skömm í hattinn. Alþjóðabankinn hefur lagt til hvernig berjast skuli gegn reykingum. Óvænt og nýstárleg eftirspurn eftir skólavist Háskólamenn streyma í Lögregluskólann „Þetta bendir til þess að lögreglu- liðið verði öflugra og fjölbreyttara í framtíðinni," segir Gunnlaugur Snævarr, yfirlögregluþjónn í Lög- regluskólanum, um samsetningu nemenda skólans. Nú eru þar skráðir til náms einn verkfræðingur, doktor í afbrotafræðum, lögffæðingur hjá Toflstjóraembættinu og í desember lýkur sálfræðingur þaðan prófi. Það eru nýir tímar í Lögregluskólanum. „Það sóttu 150 manns um inn- göngu í Lögregluskólann en aðeins 20 fengu skólavist. Við hefðum auð- veldlega getað gert þá kröfu tíl allra nýnema að þeir væru með háskóla- próf og samt fyUt kvótann," segir Gunnlaugur. Að matí Gunnlaugs Snævarr hafa laun lögreglumanna bamað mjög á síðari árum og endurspeglar það aukinn áhuga á lögreglustarfinu. Þá hefur starfið breyst með tilkomu embættís Ríkislögreglustjóra og ný svið opnast: „Nú fást lögreglumenn miklu meira við rannsóknir en áður. Þeir bíða ekki bara eftir því að eitt- hvað gerist." Gunnlaugur h'tur svo á að lög- reglustarfið sé í raun áskorun til ungs fólks sem vill halda sér í formi og vinna fjölbreytt starf utandyra. Um launin vill hann ekki fjölyrða en sam- kvæmt öðrum heimildum DV þá eru algeng laun lögreglumanna, þegar allt er talið, á bilinu frá 300-400 þús- und krónur á mánuði: „Ég get sagt það eitt að laun lögreglumanna eru í dag vel sambærileg við það sem fólk fær annars staðar ef það þá á annað borð fær vinnu,“ segir Gunnlaugur Snævarr. I---1-:---■■ Hálka í Hafnarfirði Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur lagt til við bæjar- stjórnina að kaupa tvö salttrog til bæjarins. DV greindi frá því, fyrr í mán- uðinum, að Hafnfirðingar væru teknir að undirbúa sig fyrir frosthörkur vetr- arins. Skipulagsráð bæjar- ins vildi kaupa salttrogin til að koma í veg fyrir neyðarástand og bæjarráð samþykkti kaupin „í þágu hálkuvarna". Nokkur salt- trog eru í Hafnarfirði, gul að lit. Sérstaklega mun Hafnfirðingum þykja snjóþungt í Áslandshverf- inu. Heimavörn Securitas felur i sér að við lánum þér fullkomið öryggiskerfi sem vaktar heimili þitt gagnvart hættum, s.s. innbrotum og bruna. Við komum, ráðleggjum og setjum kerfið upp hratt og örugglega. Eftir það nýtur þú þess öryggis að heimilið er tengt stjórnstöð Securitas sem er staðsett á Neyðarlinunni 112. Tryggðu þér Securitas öryggi með Heimavörn. Eitt símtal núna - síminn er 580 7000 Innbrotakerfi • Aðgangsstýrikerfi • Öryggismyndavélar • Mönnuð gæsla • Öryggishnappur • Vöruverndarhlið • Slökkvitæki Brunaviðvörunarkerfi • Sjálfvirk slökkvikerfi • Verðmætaflutningar • Farandgæsla • Hússtjórnarkerfi • Rýrnunareftirlit hvernig ferðin verður gleðilegri ef þú m mmm byrjar a puttanum Með einum fingri tengir þú heimili þitt við stjórnstöð Securitas - öflugustu öryggisstjórnstöð landsins - áður en þú ferð í fríið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.