Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2004, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2004, Blaðsíða 17
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2004 17 • Femin.is selur nú kúlur, sem kallast Smartballs, og eru ™ frá þýska fyrirtækinu Funfact- ory. Kúlurnar þjálfa grindar- botnsvöðvana á árangursríkan hátt. Kúlurnar er hægt að nota á meðan heimilisverkin eru unnin svo dæmi sé tekið. Þær kosta 2.990 krónur og fást í tveimur litum. Einelti í kvöld Heimili og skóli efna til fræöstu- kvölds fyrir foreldra i kvöld þar sem fjallaö veröur um einelti. Fræðslukvöldið er haldið I sam- starfi við SAMFOK og Símennt- unarstofnun Kennaraháskóla Islands. Dagskráin hefst klukk- an 20 i húsnæði Kennarahá- skóla íslands við Stakkahlíð. Næsta fræðsiukvöid verður svo haldið að kvöldi 9. nóvember og verður fjallað um aga frá ýms- um hliðum. Yndislegur í alla staði „Ég er búin að finna draumaprinsinn minn. Hann er um- hyggjusamur og góður maður," segir Ardís Ólöf Vikingsdóttir, söngnemí og fyrrverandi keppandi í Idol. „Draumaprinsinn minn heitir Jónatan Grétarsson og er Ijós- myndari. Við kynntumst þegar ég var að keppa i Idol og eigum ársafmæli 17. október. Jónatan er voðalega sætur og yndislegur i alla staði." DV hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasiða DV birtist í blaðinu alla virka daga. Ólafur Grétar Gunnarsson „Foreidar þurfa að gefa barninu^ verkefni miðað við þroska þess. Nýtt tölvuforrit gerir ólæsum og óskrifandi kleift að nota netið Tveggja ára börn geta sent eigin tölvupóst Börn, allt niður í tveggja ára aldur, eru nú orðin fórnarlömb markaðssetningar á nýju tölvu- forriti sem gerir smábörnum kleift að senda tölvupóst og skoða sig um á netinu án aðstoðar full- orðinna. Hugbúnaðurinn er sagður ætlaður börnum frá 2 til 12 ára og framleiðendur segja hugmyndafræðina sem að baki liggur vera þá að forða börnum frá kynlífssíðum og eiturlyfjaaug- lýsingum á netinu. Forritið kall- ast Easybits og er þannig úr garði gert að foreldrar setja upp lista yfir það fólk sem börnin mega senda tölvupóst og sama gildir um netið - foreldrar velja hvaða heimasíður eru í lagi. Fyrir ólæsu börnin er tiltölulega auðvelt að senda tölvupóst - það nægir að ýta á mynd af páfagauki Hjónakornin Lauren og David Blair eru svo sannarlega ánægð með hjúskapinn - svo ánægð að á tuttugu ára tíma- bili hafa þau endurnýjað brúðkaupsheitið 83 sinnum. Blair-hjónin eru bandarísk, búsett íTennessee. Þau hafa sem sagt endur- Á nýjað heitið að meðal- I tali fjórum sinnum ' ' á ári og meðal annars ferðast til Evrópu til að prófa brúð- kaup f gamla heiminum. „Við vitum ekkert betra en aðtjá hvoru öðru ást okkar, horfast í augu og fara með brúðkaupsheitin," segir David Blair. Þess má geta að það færist í vöxt að fslensk hjón endurnýi brúðkaupsheitið en þá oftast bara einu sinni - ekki áttatfu og þrisvar. Hvernig segja á „Nei“ við látlausu „Ég vil fá“ er yfirskrift þriggja fyrir- lestra og er þar fjallað um hvemig for- eldrar geta haldið uppi stjóm gagn- vart ágengni auglýsingageirans og nöldurvaldi bamsins og er miðað við tfmann frá fæðingu bamsins til 18 ára aldurs. Þeir þurfa að læra aðferðir til að styrkja beinið í nefninu en halda samt góðu sam- bandi við barnið. Fræðslan veitir upplýsingar um hvemig góður ásetningur foreldra getur orðið að ofdekri og hvað gera ber í staðinn. „Hvemig segja á „Nei“ fyrirlestr- amir em byggðir á þremur rannsókn- um fræðikonunnar dr. Jean Illsley Clarke sem er bandarísk. Hún vann þær ásamt fleirum og sýna þær heldur ógnvænlegar niðurstöður," segir Ólafur Grétar Gunnarsson fyrirlesari. Verkefni miðað við þroska „Þar kemur meðal annars ftam að til þess að böm nái að þroskast á heil- brigðan hátt þurfa þau að fá verkefni innan fjölskyldunnar. Frá þriggja ára aldri getur bamið til dæmis borið hnífapörin á borðið og frá fimm ára aldri getur það raðað þeim rétt við diskinn. Foreldarar þurfa að gefa barninu verkefni miðað við þroska þess,“ segir Ólafur Grétar „Munurinn á Homo sapiens og öðrum sem búa með okkur á jörðinni er að við vinnum betur saman og við stjómum plánetunni. Þriggja ára gamalt bam vill fá hlutverk og verk- og síðan lesa börnin inn skilaboð - til dæmis til ömmu og afa. Páfa- gaukurinn endurtekur síðan skila- boðin þegar pósturinn er opnaður hjá viðtakanda. Þá fylgir teiknifor- rit sem gerir börnum kleift að teikna mynd og senda til ættingja og vina - með því að ýta á einn hnapp. Vert er að minna foreldra á að fylgjast vandlega með tölvu- notkun barna sinna og afmarka tíma til slíkra hluta á degi hverjum. Alls ekki hitaeininga- snauður Neytendasamtökin telja mark- aðssetningu á „sykurlausum sleikjó“frá Chupa Chups ámæl- isverða. Um þetta má lesa á vef Neytendasamtakanna, www.ns.is, en sleikibrjóstsykur- inn sé auglýstur „sykurlaus og hitaeininga- snauður." Þetta er ekki alls kostar rétt því brjóstsyk- urínn inniheldur, samkvæmt lýsingu á umbúðum, 275 kcal. Það má hins vegar kalla vöruna sykurlausa þótt hún innihaldi 0,2 grömm afsykri en venjan er að miða við að allt undir 0,5 grömmum (af 100 gr.) teljist sykuríaus. Þá telja Neytendasamtökin að foreldrum sé engin þægð i þvi að sælgæti sé borið í hús eins og gert var i tilfelli Chupa chups. Hvað sem þessu líður þá má geta þess að evrópsk tann- verndarsamtök hafa lagt bless- un sina yfir sælgætið. Hafa gift sig 83 sinnum Á námskeiði sem ÓB ráðgjöf stendur fyrir er fjölskyldu- og vinnustaðamenning rædd, hjóna- og parasambönd og síðast en ekki síst uppeldi barna. Ólafur Grétar Gunnarsson fyrirlesari og ráðgjafi bendir á að börnin þurfi verkefni innan fjöl- skyldunnar. Idð erum að þiálfa bðrnin okkar i hjalparleysi „Eins og við erum að ala börnin okkar upp í dag þá erum við að þjálfa þau í hjálparleysi sem er mjög al- varlegur hlutur." efhi innan fjölskyldunnar. Þá upplifir bamið sig tilheyra fjölskyldunni. Gefast upp við áttunda suðið „Eins og við erum að ala bömin okkar upp í dag þá erum við að þjálfa þau í hjálparleysi sem er mjög alvar- legur hlutur. Ofdekur snýst ekki um að vilja skaða barn. Það er aðferð til að lifa daginn af. Við Vesturlandabúar erum að súpa seyðið af þessu núna. íslendingar eiga sögur af forfeðrum sem byrjuðu að þræla alltof snemma og höfðu ekkert val með það. En við erum búið að fara með máiið alveg í hina áttina. Við leyfum bömunum ekki að vinna verk og taka þátt í fjöl- skyldunni og þjálfum þess í staðinn í hjálparleysi," segir Ólafur Grétar. „Einnig hefur komið fram í öðr- um rannsóknum að foreldrar gefast upp þegar unglingurinn er búinn að suða um hlutinn átta sinnum. Ung- lingurinn er klár, veit hvað hann er að gera. Og notar það óspart á for- eldrana sem eru þreyttir og stressað- ir og eiga erfitt með að verjast ágengni unglingsins." Lágir í loftinu Nú er búið að búa til forrit fyrir tveggja og þriggja ára börn. Þau geta með auðveldum hætti sent tölvupóst og skoðað valdar síður á netinu. ÓB ráðgjöf býður upp á ráðgjöf varðandi uppeldi og unglinga- fræðslu og heldur námskeið fýrir foreldra og fagstéttir sem varða uppeldismál. Nýjustu verkefnin snúa að unglingum og heita „Hugsað um barn“ annars vegar og útgáfu á handbókinni Hvað mikið er nóg? eftir dr. Jean Illsley Clark hins vegar. Þessa dagana stendur fyrirtækjum til boða að fá Ólaf Grétar Gunnarsson ráð- gjafa til að fræða starfsmenn um hvernig styrkja á fjölskyldu- og vinnustaðamenningu, hjóna- og parasambönd og um uppeldi barna og er fræðslan í formi fyrirlestra og verklegra æfinga. Börn vilja verkefni „Frá þriggja áraaldri getur barnið til dæmis borið hnífapörin á borðið og frá fimm ára aldri getur það rað- að þeim rétt við diskirm."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.