Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1911, Side 78
unar landsins, og einkum verður það mjög leiðinlegt f
framtíðinni þegar lag kemst á, svo bændur og verzlandi
menn fá áhuga á því, að gera skýrslurnar svo réttar,
að hið sanna ástand landsins sjáist, þá verður saman-
"burður á hag landsins eftir réttum skýrslum við fyrrl
ára rangar skýrslur ekki ábyggilegur.
Tik þess að færa dálitlar sannanir á mál mitt, vil
eg tilfæra nokkur dæmi frá næstliðnum árum.
Eítir tollskýrslunum var 1907 innflutt í landið
4,259,024 pd- af sykri, en eftir skýrslu verzlandi manna
átti að vera innflutt það ár 4,044,774 pd. Þar er van-
talið hjá verzlandi mönnum á einu ári 214,250 pd. af
sykri. Eftir tollskýrslunum er s. á. kaffi og kaffibæM
19,650 pd. meira en skýrslur verzlunarm. sýna. Sjálfsagt
eru útlendu skýrslurnar um tollbærar vörur miklu réttari
en hinar, því enginn fer að greiða toll af þeim vörum
sem hann ekki fær. Þegar svona skakkar miklu á toll'
bærum vörum, má nærri geta, hve skýrslurnar eru áreið-
anlegar um aðrar vörur, sem eru minna áríðandi.
Eftir dönsku verzlunarskýrslunum 1908 var þangað
innflutt frá Islandi það ár 13,165 tunna af saltkjöti og
59,030 skpd. af saltfiski, en eftir íslenzku skýrslunum
var s. á. sent til Danmerkur 10,943 tn. kjöt og 50,600
skpd. af saltfiski, mismunurinn er 2,222 tn. 8430 skpd.
Eftir norsku verzlunarskýrslunum 1908 var innflutt
þangað frá íslandi 3,360 tunnur af saltkjöti, 35,818 skpd-
af hörðum og söltuðum þorski, en eftir íslenzku skýrsl-
unum átti að vera sent frá landinu til Noregs 1732 tn.
af kjöti, 2347 skpd. af fiski, mismunur 1628 tn. kjöt og
33,471 skpd. af fiski.
Rúmið leyfir ekki að taka fleiri dæmi, en þeir, sem
nenna að leita í Landshagsskýrslunum fyrir nokkur ár,
geta fundið ótal fleiri. Auðvitað er meira að marka
útlendu skýrslurnar frá Danm. og Noregi, því þar er
tollstjórn og strangar reglur um bókun innfluttrar og ut-
fluttrar vöru.
Arið 1907 var baðað fé á öllu landinu vegna fjár-
(68)