Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1911, Blaðsíða 107
sjálfur, að Hœðarenda-auðiiriim endaði í söltuðum
smábútungn.
¥ *
Páll var gildur bóndi i sveit, og hafði búið mörg
ár með konu sinni í góðu samlyndi. En á efri ár-
um vildi honum það til, að hann eignaðist barn með
stúlku á næsta bæ. Konunni mislikaði þetta mjög
og heimtaði skilnað. Sóknarpresturinn fór því að
tala milli hjónanna, og reyndi til að sætta þau, en
það gekk ekki greiðlega.
Loks gaf konan það eftir, að hún skyldi fyrirgeta
bónda sínum ef hann bœði sig fyrirgefningar. Pegar
Páll hej'rði þessi skilyrði, lét hann ekki bíða eftir
svari, og sagði strax: y>Fyrirgefningar---------að eg
fari að biðja hana Guðrúnu fyrirge/ningar, nei! —
ónei! og aftur nei! Pað geri eg aldrei. Eg er nú bú-
inn að eiga 74 börn með henni Guðrúnu, svo hún
hefir ekkert upp á mig að klagav.
-k
¥ ¥
A fyrri öldum var þýzka mest töluð við konungs-
hirðina í Danmörku, og er það tilefni til þessarar
sögu. Frá því er sagt, að eitt sinn hafi biskup farið
frá íslandi til Danmerkur og var í þeirri ferð í slóru
gestaboði hjá konungi. Eftir máltiðina gaf drotning-
in sig á tal við biskup, og spurði hann frétta frá Is-
landi. Meðal annars spyr hún biskup, hve margar
kinder hann eigi — en kinder á þýzku er börn á
islenzku (biskupinn kunni ekki þýzku).
Biskup segist eiga 300 kindur og sumir á íslandi
eigi þó enn þá fleiri kindur. Drottningu heyrist hann
segja kinder og blöskrar þessi barnafjöldi, svo hún
sPyr, hvað menn geti gert við þenna ógnar fjölda.
Biskup svarar því og segir: »Viðskerum þœrog éturnv.
Nú biöskraði drottningu, hún bað guð að varð-
veita sig, og sagði, að skelfing væri að heyra þetta;
svo flýtti hún sér burt,-og vildi ekki lieyra meira af
slíkum fréttum frá íslandi.
97