Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004
Fréttir DV
Héraðsdómur Reykjavíkur þingfesti í gær mál gegn Hildi Árdísi Sigurðardóttur sem
ákærð er fyrir að hafa banað dóttur sinni í sumar. Ríkissaksóknari krefst þess að
Hildi verði refsað eða hún verði dæmd til öryggisvistar á Sogni. Guðrún Sesselja
Arnardóttir, lögmaður Hildar, segir hana veika konu en ekki glæpamann.
Fasteignasali
dæmdur
Finnbogi Kristjánsson,
fyrrum eigandi Fasteigna-
sölunnar Fróns, var í gær
dæmdur í 15 mánaða fang-
elsi fyrir umboðssvik og
fjárdrátt. Finnbogi var upp-
runalega ákærður fyrir að
svíkja um 27 milljónir
króna af viðskiptavinum
sínum. Hann var búinn að
skila stærstum hluta ráns-
fengsins til baka og eru 12
mánuðir af þeim 15 sem
hann fékk í dóm skilorðs-
bundnir. Finnbogi hefur
áður lýst því yfir að hann
hefði gert mistök en leiðrétt
það sem hann gat.
Hættur í
braskinu
„Ég bendi þér bara á
lögfræðinginn minn.
Einar
Gaut
Stein-
gríms-
son,‘‘ segir
Finnbogi
Kristjáns-
son fasteignamiðlari
sem var dæmdur í gær í
fimmtán mánaða fang-
elsi fyrir fasteignasvik.
Spurður um viðbrögð
við dómnum sagði Finn-
bogi að Einar vissi allt
um það. „Hann veit ná-
kvæmlega hvernig mér
leið og hvað ég ætla að
gera næst. Nei, hann er
ekki sálfræðingurinn
minn. Bara lögffæðing-
ur.“ Finnbogi segist ekki
standa í fasteignabraski f
dag. Hann sé í Háskól-
anum.
Hálsbólga á
læknavakt
Á Læknavaktina á
Smáratorgi komu alls 968
sjúklingar á móttöku og
farið var í 101 vitjun í
heimahús síðustu viku. Yfir
300 manns komu á lækna-
vaktina með hálsbólgu, 71
með eyrnarbólgu og 16
með lungnabólgu. Tuttugu
manns komu með bráða-
niðurgang sem talinn er
stafa af sýkingu.
Hildur Árdfs Sigurðardóttir
Réttarhöldin yfir móðurinni
sem reyndi að drepa börnin sin
hófustígær.
banað dottur snni
„Hildur er veik
kona en ekki
glæpamaður."
í gærmorgun var Hildur Árdís Sigurðardóttir leidd í réttarsal.
Hildur er ákærð fyrir að hafa banað dóttur sinni með eldhúshnífi
og reynt að drepa son sinn eitt örlagaríkt kvöld á heimili þeirra í
Vesturbænum í sumar sem leið.
Ríkissaksóknari krefst þess að
Hildi verði refsað eða hún dæmd í
öryggisgæslu.
Við réttarhöldin í gær sagðist
Hildur ekki muna eftir kvöldinu
þegar dóttir hennar dó.
Ósakhæf
Geðlæknir hefur þegar komist að
þeirri niðurstöðu að Hildur sé ósak-
hæf. Það þýðir að hún eigi að verða
vistuð á tilheyrandi stofnun en ekki í
fangelsi. Að sögn Kolbrúnar Sævars-
dóttur hjá ríkissaksóknara er samt
krafist refsingar - það sé dómarans
að ákveða hvort Hildur sé ósakhæf
eður ei.
Morðið á Hagamelnum vakti
gríðarlegan óhug í sumar. Lögreglan
var kölluð að íbúðinni, þar sem
Hildur bjó ásamt börnum sínum
tveimur, að morgni sunnudagsins
31. maí. í rúmi lá dótúr Hildar láún.
Sjálf var Hildur mikið særð. Talið var
að hún hefði sjálf valdið stungusár-
unum á sér. Reynt að drepa sig eftir
að hafa drepið dóttur sína.
Aðkoman á Hagamelnum var
nöturleg. Lögreglan gat rakið blóð-
slóðina eftir son Hildar að nærliggj-
andi blokk. Þar bjó vinur drengsins
sem kom honum til hjálpar. Það
varð trúlega drengnum til lífs að
hann flúði og gat látið vita hvað
hafði gerst.
Minningarborð um dóttur
Hildar Morðið á Hagametnum
vakti óhug þjóðarinnar.
Ekki glæpamaður
Hildur var handtekin og flutt á
sjúkrahús. Þar gættu fangaverðir og
lögreglumenn hennar. Því næst var
hún flutt á Sogn þar sem hún hefur
dvalið síðan.
Fyrir morðið hafði Hildur átt við
geðræna erfiðleika að stríða. Kenn-
arar í skólum barna hennar höfðu
áhyggjur af krökkunum. Nágrannar
Hildar báru henni samt góða sög-
una. Lýstu henni sem einrænni
konu sem gekk við staf.
Guðrún Sesselja Arnardóttir,
lögfræðingur Hildar, hélt á stafnum
þegar Hildur gekk út úr héraðsdómi
í gærmorgun. Hún sagði við blaða-
menn: „Hildur er veik kona en ekki
glæpamaður."
simon@dv.is
Endimörk sælkeranna
Það er frábært að vera íslending-
ur. Þá borðar maður íslenskan mat í
öll mál.
Það er til alls kyns matur sem gott
er að láta ofan í maga. TQ dæmis ket
og kál. Þessu er hægt að skola niður
með mjólk sem hægt er að kreista úr
íslensku kúnni á meðan hún lítur f
hina áttina.
Máttur íslensks landbúnaðar er
svo mikill að útlendingar sem hing-
að koma roðna bara eins og skóla-
stúlkur við fyrstu bragðprufu. Og
svitna reyndar eins og galeiðuþræl-
ar þegar reikningurinn birtist en
það er önnur saga. Svarthöfði veit
að það borgar sig aldrei að hengja
sig of fast í smáatriðin.
En þótt íslensk matvæli séu í
hávegum höfð og njóti velvildar í
hjörtum landsmanna sem frá
blautu barnsbeini er fullkunnugt
um yfirburði þeirra er aldrei nóg-
samlega hnykkt á dásemdunum.
Þetta veit æðsti prestur hinna
heilögu áa og kúa. Hann er bókstaf-
lega óþreytandi við að boða fagn-
aðarerindið.
Einstakt tilefni gafst um síðustu
Hvernig hefur þú það?
„Ég hefþað ágætt, enda tel ég mig hafa fengið já-svar frá Danmörku um tvær uppfinninganna
minna," segir Jónas Bjarki Gunnarsson, uppfínningamaður með geðraskanir.„Ég eriteyfí frá Vogi.
Þaðan hringdi ég til Danmerkur þar sem ég var að fá staðfest að stóllinn minn sem breytist I ferða-
tösku hafí verið samþykktur. Og líka hillusamstæða sem breytist ímillivegg. Ég losna út eftir þrjár vik-
ur og fæ þá bítprófíð aftur. Hefþegar keypt mér ameriskan kagga, ég er með dellu fyrir þeim."
helgi til að vegsama íslenska eldhús-
ið einmitt þar sem það rís hæst. SS-
pylsan var mætt í Kringluna. Tæpir
tólf metrar í brauði, með sinnepi,
tómatsósu, remúlaði, steiktum og
hráum lauk: Kóróna íslensks mat-
vælaiðnaðar. Á hliðarlínunni biðu
fulltrúar Heimsmetabókar Guinness
til að staðfesta það sem við hin öll
vissum fyrir; að SS-pylsan er mest í
heimi.
Og auðvitað brást það ekki að
trúboði íslenska landbúnaðar-
sirkussins var á staðnum. Hann
brýndi raustina og gaf áhorfendum
fýrirmæli um að að gleyma því aldrei
að SS-pylsan væri yfir aðrar pylsur
hafin; engin pylsa kæmist í hálfkvisti
við þennan hátind sunnlenskra
matvælavísinda. Sem dæmi að
nefna hefði hann sjálfur komið
konunni sinni úl með því að ota að
henni SS-pylsu: Besú skyndibitinn
vessgú!
En hverju reiddist Goði þá?
Svarthöfði