Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Side 23
DV Fókus
ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 23
„Næsta plata kerilur út eftir tvær vikur, hún heitir Jenny," segir
Bogi Reynisson í hljómsveitinni Bacon. Bacon gaf nýverið út fimm
laga plötuna Krieg. Hún var sú fyrsta í þriggja platna seríu sveitar-
innar. „Þessar plötur eru eins og púsluspil. Þær passa saman í eina
heildarmynd þegar þær eru spilaðar í röð, auk þess að standa einar
og sér.“
Aðalsprautur og lagahöfundar Bacon eru Gísli Már Sigtujónsson og
Guðmundur Kristjánsson. Á plötunum spila þeir á alls kyns iiljóðfæri,
gítara, munnhörpur, samplera. Tónlistin er frá teknói til rokks og ýmis-
legt þar á milli. Þriggja platna verkefiúð hefur lengi verið í gangi hjá
þeim. Beðið var með fyrstu útgáfuna þar tii allt annað var tilbúið. „Of
stór skammtur af beikoni er ekki góður fýrir neinn," segir Bogi. „Okkur
fannst lögin eiga heima í litlum skömmtun. Þetta et svolítið heví tónlist.
Verðið helst líka niðri með þessu móti. Plötumar kosta ekki nema þrett-
án hundruð kall úti í plötubúð." Þriggja platna fyrirkomulagið gæti auð-
veldlega orsakað það að plötur Bacon verði eftirsóknaverðar í framtíð-
inni. Upplagið af fyrstu plötunni er á góðri leið með að klárast og sú
næsta er rétt handan við homið.
Guðmuntlur, Gísli og Bogi hafa lengi verið saman í tónlistarbrans-
anum. f hljómsveitum á borð við Stjömukisa og 2001. Bacon-plötumar
em teknar upp í Veðurstofunni, ltljóðveri sem Stjömukisi setti upp á
sínum tíma en er nú í almennri notkun. Aðsptuður hvað sé að frétta af
Kisanum segir Bogi þær ekki miklar. „Vtð erum í dái frekar en pásu. En
þó að öndunarvélarnar séu lágt stilltar er ekki búið að slökkva á þeim."
Bacon hélt útgáfutónleika í Klink og Bank á dögunum og ætlar sér að
vera dugleg við tónleikahald víða um bæ á aðventunni.
Nýplataimaí
SigurRós segir á heimasíöu sinni að
upptökur á nýju piötunni gangi vel.
Þegar hafaniulög verið kláruð og
munu þau að sögn piitanna flest lenda
á næstu piötu, verða gefin út á netinu
eða á EP-plötu þótt ekkert hafi verið
ákveðið i þeim efnum enn. Taiað er um
að upptökum muni Ijúka á næstu mánuðum og að platan verði hugs-
anlega komin i verslanir I maí. Annars erþaö að frétta afSigur Rós að
sveitin er enn að berjast fyrir umhverfismálum. Á heimasíðu hennar er
fólki bent á vefinn kiilingiceland.org auk þess sem fólk í London er hvatt
til að mæta ÍThe University ofLondon Union þar Iborg næstkomandi
laugardag þar sem fjallað verður um Kárahnjúkamálið og fieira. Eins og
menn muna varJónsi, söngvari hljómsveitarinnar, handtekinn t mót-
mælum i fyrra þegar verið var að fjalla um málið á þingi.
Nú er búið að ákveða hver muni koma til
með að skemmta í hálfleik á Super Bowl, úr-
slitaleik bandaríska fótboltans svokallaða. í
fyrra varð allt vitlaust í kjölfar brjóstasýning-
ar Janet Jackson þegar Justin Timberlake reif
af henni fötin og þess vegna var
ákveðið að veðja á ömggan hest að
þessu sinni til að forðast vandræði
og kærur vegna kláms. Bítillinn
Paul McCartney mun sjá um tón-
listina og mun hann vonandi stand-
ast þá freistingu að fara úr föt-
unum. Kappinn segist vera al-
sæll með þessa ákvörðun enda t
sé þetta einhver stærsti við-
burður heimsbyggðarinnar á
hverju ári. „Þetta er stærsta
skemmtun heims og við
hlökkum mikið til að rokka
fyrir allar þessar milljónir
sem koma til með að horfa,"
sagði Palli um helgina.
Nýhil-útgáfukvöld
á Grand Rokki
Haldið verður ljóðakvöld á Grand Rokki í
kvöld kl. 21. Þar munu nokkur ljóðskáld lesa
upp úr verkum sínum. Þórdís Bjarnadóttir
les upp úr nýútkominni bók sinni, Ást og
appelsínur, og Valur Brynjar
Antonsson les upp úr Ofur-
mennisþrá milli punkts og
stjarna. Að auki kemur
hljómsveitin Hestbak
fram en hún flytur
elektrómskan spuna á
mjög sérstæðan og
skemmtileg-
an hátt.
Böðvar Yngvi
Jakobsson verður
einnig á staðnum en
hann er alla jafna
þekktur sem Böddi brút-
al. Þá mun Nýhilkonung-
urinn Eiríkur örn Norð-
dahl einnig verða á svæðinu
ásamt Aðalsteini Jörundar-
syni hávaðatónlistarmanni.
Skemmtunin er öllum
opin og ókeypis
er inn.
VESTUR-ISLENDINGAR Á KVIKM YN DAHÁTlÐ
Alþjóðleg kvikmyndahátið stendur nú yfir I Reykjavfk og
að venju er fjöldi áhugaveröra kvikmynda á dagskrá. I
Regnboganum veröa kvikmyndirnar Rithöfundur með
myndavél og Múrinn sýndar i dag kl.18á meðan Há-
skólabló sýnir Ferðina löngu kl. 17.45. Verðlaunamyndin
Furöufuglar eftir vesturíslenska leikstjórann Sturlu G unn-
arsson sem byggð er á samnefndri skáldsögu Rohintons
Mistry verður svo sýnd kl. 20 og að henni lok-
inni, eða kl. 22, mun gestum gefast
kosturá að sjá Heimsins tregafyllstu
tónlist. Sú mynd á sér stað í eiiítið
annarlegri útgáfu afborginni
Winnipeg árið 1933. Kreppan er í
algleymingi og ákveður bjórverk-
smiðjueigandinn Lady Port-Huntly
(Isabella Rossellini) að efna til alþjóö-
legrar samkeppni um heimsins
tregafyllstu tónlist. Leikstjór-
inn Guy Maddin er
Kanadamaður sem á
rætur aö rekjatii
islands.
ks;
„Þessar plötun
myiid þegar þær
*