Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Síða 31
DV Síðast en ekki síst ÞRIÐJUDACUR 23. NÓVEMBER 2004 31 Svör, þorrablót og pylsuát Eitt af hlutverkum Alþingis er að veita framkvæmdavaldinu aðhald. Það mikilvæga, lýðræðislega hlut- verk er í höndum minnihlutans á AI- þingi eðli máls samkvæmt, þar sem ríkisstjórnin situr í skjóli meirihlut- ans á þingi. Ein af aðferðum minni- hlutans er að beina fyrirspurnum að ráðherrum. Ríkisstjórnin sem nú situr að völdum hefur setíð of lengi því greinilegt er að þeir ganga að völd- unum sem vísum. Augljós er hálf- gerð geðillska einstakra ráðherra þegar þeir eru krafðir svara eða þá að þeir sýna fyrirspyrjendum og lýð- ræðinu þá fýrirlimingu að svara í engu eða algerlega út í hött. Svarafátt um Símann Geir Haarde hefur átt það til að sýna geðillsku og var auðsætt að honum var misboðið að þurfa að ómaka sig við að svara fyrirspurn um að skipa einungis annað kynið í nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar. Ráðherrann hefur setið í rúm sex ár og fer ég að hallast að því að hann þurfi að fá hvíld þar sem hann hefur ekki hirt um að svara fyrirspurn sem „Augljós er hálfgerð geðillska einstakra ráðherra þegar þeir eru krafðir svara eða þá að þeir sýna fyrir- spyrjendum og lýð- ræðinu þá fyrirlitn- ingu að svara í engu eða þá algerlega út i hött/' ég hef tvívegis beint til hans um það hvort ríkisfyrirtækið Síminn standi heiðarlega að samkeppni við önnur fyrirtæki sem veita netþjónustu. Nú hef ég beint þessari fyrirspurn til ráðherra í þriðja sinn og vonast eftir betri svömm, enda hafa fyrri svör verið ráðherranum til skammar. Svörin sem ráðherra hefur gefið hingað til hafa verið eitthvað á þá leið að honum væri ekki kunnugt um hvort Síminn hefði farið að sam- keppnislögum. Gera lítið úr olíusamráði Auðvitað ættí ráðherra sem væri annt um að heiðarlega samkeppni í viðskiptalífinu að ganga úr skugga um að ríkisfýrirtæki sem er á hans ábyrgð færi að lögum. Eftír að hafa fengið ítrekað svör sem segja ekki neitt frá þessum háa herra og hvernig þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hatí gert lítið úr brotum olíufélaganna á samkeppn- islögum, þá má efast stórlega um að flokkurinn vilji yfir höfuð að heiðar- leg samkeppni ríki í viðskiptalífinu. Ekki einn í ósómanum Geir Haarde er ekki sá eini í ráð- herraliði rfkisstjórnarinnar sem stundar þennan ósóma að svara í engu eða út í hött. Nýlega fékk ég svar frá Guðna Ágústssyni við fyrirspurn sem varð- aði það hvort gætt hefði verið jafn- ræðis við framfýlgd reglugerðar gagnvart forráðamönnum slátur- hússins í Búðardal þegar hann neit- aði þeim um um starfsleyfi. Svar landbúnaðarráðherra var á þá leið að engin leið væri að átta sig á því hvort hann hefði staðið heiðar- lega að verki. í frekari umræðu um hvort landbúnaðarráðherra hefði Sigurjón Þórðarson segir Geir Haarde geðillan og Guðna Ágústsson svara útíhött. brotið stjórnarskrána gaf ráðherra þau greinargóðu svör um að hann væri vinur Dalamanna eins og pabbi sinn. Svar ráðherra á vel heima á þorrablóti en ekki í alvarlegri um- ræðu um hvort menn séu jafnir fyrir lögunum. Umrætt svar ráðherra var svona álíka upplýsandi og að horfa á við- komandi embættísmann troða í sig lengstu pylsu heims. Sigurjón Þórðarson, alþingis- maöur Frjálslynda flokksins. með Kristjáni Guy Burgess • Það rættist sem lengi hafði verið rætt á meðal manna að Hafsteinn Hafsteinsson myndi hætta hjá Landhelgisgæsl- unni. Það kom meira á óvart að hann skyldi taka við starfi hjá Utan- ríkisráðuneytínu. Þetta þykir kenni- smiðum gefa byr undir báða vængi þeirri kenningu að eftirmaður Hafst- eins komi úr ráðuneytinu. Þar liggur beint við að horfa til Amórs Sigur- jónssonar sem hefur undanfarið ver- ið yfir íslensku friðargæslunni. Hann er þjálfaður sjóliðsforingi frá Noregi og talinn af mörgum rétti maðurinn til að stýra fleyinu ffam á við... • Fangar á Litla-Hrauni eru ánægð- ir með nýja dómarann í Hæstaréttí, sem hefur strax látíð að sér kveða. Einn, sem DV ræddi við, sagði að það væri greinilegt að með Jóni Stein- ari Gunnlaugssyni væri kominn í rétt- inn dómari sem létí sakbominga njóta vafans og gerði miklar kröfur til sönnunar á brotum. Sérstaklega var fanginn ánægður með sýknudóminn yfir Jónasi James Norris sem var dæmd- ur í héraðsdómi í hálfs árs fangelsi fyrir að stela klinki úr blómabúð en sýknaður af Jóni Steinari í Hæsta- réttí... Samráð og þjóðnýting Kristinn Snæland skrifar: Björgvin skrifar í DV 19.nóv. sl. um samráð leigubílstjóra. Sá góði maður segist hafa komist að því fyr- ir um hálfu ári að allir leigubflar tækju sama gjald. Sennilega hefur þessi góði maður komið til landsins þá og dvalið áratugum saman er- lendis og því skiljanlegt að hann skuli þá fýrst hafa komist að því að gjaldtaka leigubfla er öll eins. Þannig Lesendur er málið að með tilliti til almenn- ingshagsmuna hefur verðlagning á akstri leigubfla verið ákveðin af rík- isvaldinu síðastliðna áratugi. Ákvörðunin er byggð á tilteknum launum láglaunastétta og útreikn- uðum rekstrarkostnaði bifreiðar og afskriftum. Þannig er fundinn taxti leigubfla af hálfu ríkisins fyrir hönd almennings. Öðru hvoru, eftír launahækkanir og verðlagshækkanir fá leigubflstjórar taxtann endur- skoðaðan og hækkaðan í samræmi við verð og launaþróun. Meðal leigubflstjóra þykja fulltrúar ríkisins oft full tregir og seinir til hækkana svo hagsmuna almennings er vel gætt. Bull Björgvins um pólitísk tengsl er ekki svaravert. Varðandi olíufélögin þá ætti ein- faldlega að taka upp fýrri viðskipta- hættí og hafa ríkisákvörðun um verðlagningu þeirra. Jafnvel mætti athuga að þóðnýta þau. Afar einfalt er að fylgjast með heimsmarkaðsverði olíuvara og verði hvers olíufarms sem til landsins kemur og ákvarða útsölu- verð í samræmi við það. Væri þetta gert varðaði okkur neytendur lítt um hugsanlegt samráð enda fælist það þá ekki í verðlagningu heldur þjónustustigi sem minna máli skiptir. Eins og var hér á olíuvörum og reyndar flestu öðru er í raun eina tryggingin sem almenningur hefur fyrir því að verðlagi sé í hóf stillt. Stutt er síðan fréttír voru um afleið- ingar frelsis og einkavæðingar í nokkrum mikilvægum neysluflokk- um í grannlöndum okkar. Allar þær breytingar sem um var getið fólu í sér verulegar verðhækkanir umfram almennar verðlagshækkanir. Þessar athyglisverðu niðurstöður hafa ekki vakið verðskuldaða athygli íslenskra fjölmiðla - enda fela þær í sér at- hyglisverð tíðindi gegn einkavæð- ings og frelsistalinu hér á landi. Kristinn Snæland FUES804 Fósturdráp Einar Ingvi Magnússon skrifar: Læknisverkin eru mörg þörf og góð og sum lífsnauðsynleg. Botn- langaskurðir eiga orðið sinn sess, æxlisbrottnái lyfjakúrarnir við hinum ýmsu sýk- ingum. Enda hafa læknar heitið því að vernda mannslíf allt frá getnaði, eins og skrif- að er í Genf- arheiti lækna frá árinu 1948. Eitt er það læknisverk sem er úr takti við læknaheitið og siðfræð- ina en er það sem á fagmáli kallast fóstureyðing á félagslegum for- sendum. Fyrir einhver hörmuleg mistök hefur þessi aðgerð komist inn í „heilbrigðiskerfið," að eyða mannslífi í móðurkviði, lífi mann- eskju á fyrstu vikum og stundum mánuðum á eftir getnaði. Aðgerð Lesendur þessi er lögvernduð lflct og dauða- refsingar í sumu fylkjum Banda- ríkjanna, þó fóstrið hafi ekki neitt til sakar unnið. Ég ætla mér því að mótmæla hér og nú dauðarefsingum ófæddra barna á íslandi með bréfi þessu. Þau eiga ekki að þurfa að svara til saka fyrir mæður sínar og feður. Ég mótmæli útrýmingu fóstra á íslandi og finnst þessar löglegu af- tökur óafsakanlegar í þjóðfélagi sem kennir sig við kristna trú og vill halda á lofti réttindum minni- hlutahópa. Ég mótmæli fósturdrápum, barnaútburði tuttugustu aldar- innar og hvet stjórnvöld til að- gerða þegar í stað svo koma megi í veg fyrir frekara þjóðarmorð á saklausum börnum í móðurlífi. eða þá bara fúkka- • Innan Samfýlkingarinnar eru for- mannsátökin í hámæli þótt enn sé ár til þess að uppgjör verði milli Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur og össurar Skarphéð- inssonar. Ingi- bjargarfólk er undrandi á því að Össur skyldi ekki hafa óskað Steinunni V. Óskarsdótt- ur til hamingju með borgarstjóra- stólinn, heldur hafi hún þurft að hringja í hann á þriðja degi. Á móti heyrist að Hafnarfjarðarkrötum sé svo uppsiga við framtíðarhóp Ingi- bjargar Sólrúnar eftír útspilið um Ás- landsskóla að hann er uppnefiidur fortíðarhópurinn... • Á Seltjamarnesi standa enn harð- vítugar deilur um aðalskipulag í bænum. Yfir þús- und íbúar bæjar- ins skrifuðu undir bænaskjal til bæj- arstjórnar um að hætta við um- deildar blokka- byggingar. Tals- menn mótmæl- anna saka bæjarstjórann, Jónmund Guðmarsson, um að hafa kosið leið átaka og ófriðar við bæjarbúa. Deil- an hefur rofið gömul vinabönd þar sem einn harðastí talsmaður and- stæðinganna er ÞórWhitehead próf- essor sem studdi Jónmund ötullega á námsárum hans...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.