Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Síða 31
Churchill lét skömmu seinna af stjórnarstörfum
og gekk í herinn. Barðist hann um hrið í skotgröf-
unum í Frakklandi, en þvi næst var hann kvaddur
heim til mikilvægra starfa. Englendingar voru
húnir að koma upp milljónaher, sem reyndar var þó
enn litt æfður, og hann vantaði tilfinnanlega vopn
og önnur hergögn. Nú þurfti Lloyd George að skipa
nýjan ráðherra til þess að sjá um hergagnafram-
leiðsluna, og til þess treysti hann Churchill bezt.
1917 var hann gerður að herbúnaðarráðherra
og seinna hermála- og loftvarnaráðherra. Gegndi
hann þessum störfum meðan stjórn Lloyd Georges
sat að völdum. Nú fékk Churchill verksvið við
sitt hæfi, enda var nú heldur en ekki tekið til
höndunum. Komið var góðu skipulagi á hergagna-
framleiðsluna. Sérstaklega lagði hann kapp á að
láta smíða og endurbæta skriðdreka. Þegar Church-
ill var flotamálaráðherra 1915, voru fyrstu skrið-
drekarnir gerðir. Leizt honum vel á þá og spáði,
að þeir væru vopn framtíðarinnar, enda er nú
komið á daginn, að þeir eru hættulegri en fallbyssur.
Þá voru flugmálin einnig mikið áhugamál Church-
ills, og má segja, að hann hafi ekki aðeins endur-
hætt og skipulagt enska hernaðarflugflotann, held-
ur hafi hann einnig stofnað hinn mikla verzlunar-
flugflota Englendinga.
í þinginu hafði Churchill mjög mikil áhrif á
þessuín árum. Þótti enginn jafnast við hann að
mælsku nema forsætisráðherrann. En dagar þjóð-
stjórnarinnar og þar með frjálslynda flokksins
voru senn á enda.
Það lítur svo út sem ekki hafi verið rúm fyrir
þá báða, Lloyd George og Churchill, i stjórninni.
Hvor uin sig vildi fara þá leið, er honum virtist
hentugust, án þess að taka mikið tillit til starfs-
bræðranna í stjórninni.
Fyrsti ágrciningur þeirra var út af afstöðunni til
(29)