Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Qupperneq 40
tugur, að fá lömunarveiki, og getur hann síÖan
varla gengið óstuddur. Þetta virðist þó ekki hafa
haft nein áhrif á andlegan þrótt hans né starfs-
þrek.
Roosevelt varð ríkisstjóri New York rikis 1929,
og er það talið göfugasta embætti i Bandaríkjunum
næst forsetastöðunni. Hann byrjaði þegar á mikil-
vægum umbótum, svo sem að koma á lögum um
ellistyrk, atvinnuleysistryggingar, styrk til land-
húnaðar og skóggræðslu, og siðast, en ekki sizt, al-
gerðri breytingu á hegningarlöggjöf ríkisins.
Roosevelt átti við mikla mótspyrnu að etja, eink-
um hjá þingi rikisins, en þó fór vegur hans svo
vaxandi, að flokkur hans ákvað hann sem forseta-
efni 1932. Náði hann kosningu með miklum at-
kvæðamun og var endurkosinn 1936 og aftur 1940.
Er hann eini forseti Bandaríkjanna, sem hefur verið
kosinn þrisvar sinnum, og oftar má ekki endur-
kjósa forsetann.
Roosevelt hefur setið við stjórn á erfiðari tím-
um en flestir fyrirrennarar hans, og hann hefur
látið meira til sín taka en venja er til um forseta.
Starf hans hefur verið tviþætt: Innan- og utan-
ríkismál.
Það voru erfiðir tímar í Bandaríkjunum, er
Itoosevelt tók við völdum, markaðskreppa og stór-
kostlegt atvinnuleysi. Um tólf milljónir manna
gv.ngu atvinnulausir, en spákaupmennska gekk úr
hófi.
Fyrsta verk Roosevelts var að loka bönkum um
stund og koma skipulagi á peningamálin. Margir
útgjaldaliðir rikisins voru lækkaðir, þar á meðal laun
embættismanna, sem voru hærri en í nokkru öðru
riki. Aftur voru veittar feikna miklar fjárupphæðir til
styrktar framleiðslunni og þó einkum til opinberra
framkvæmda.
Þessar ráðstafanir urðu til þess, að tala atvinnu-
(38)