Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Page 42

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Page 42
Þá voru gefin mörg og margbreytt lög, sem mið- uðu að þvi að fela rikisstjórninni á hendur umsjón og eftirlit með öllu atvinnu- og fjármálalífi Banda- ríkjanna. Enn fremur var reynt að bæta kjör verka- manna með tryggingarlögum, sem voru allróttæk. En nú hófst mótspyrnan gegn forsetanum fyrir alvöru. Voru það ýmsir af helztu fjármála- og at- hafnamönnum Bandaríkjanna, er beittu sér fyrir henni. Þeir höfðu mikil áhrif i efri deild þingsins, og dómstólarnir voru á þeirra bandi. Aðaldeilan stóð um lög um fjárveitingu til opinberra fram- kvæmda, að upphæð 3 milljarðar og 300 milljónir dollara. Þingið samþykkti þau, en hæstiréttur dæmdi þau ógild, vegna þess að þau kæmu í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta var tiltölu- lega auðvelt, því í Bandarikjunum er fjöldi af lög- um frá ýmsum tímum, sem telst hafa stjórnarskrár- gildi. Það er því ákaflega erfitt að skera úr því, hvaða lög séu í samræmi við stjórnarskrána, og varla annarra færi en lögfræðinga. Nú hófst barátta Roosevelts við dómstólana. Það má segja, að þeir beittu sér ekki eins og þeir kann- ske hefðu getað, því að þeir óttuðust hið vaxandi fylgi forsetans. Samt ógiltu þeir sum af umbótalög- um Roosevelts. Fleiri voru þó látin koma í fram- kvæmd. Forsetinn hélt áfram harðri baráttu við dómstólana og ávann sér stöðugt meira og meira fylgi. Loks kom þar, að andstæðingar hans í bæstarétti höfðu aðeins eins atkvæðis meiri hluta. Þegar svo einn af dómurunum féll frá og fylgis- maður Roosevelts kom í staðinn, þá var mótspyrnu dómsvaldsins að mestu leyti lokið. Þá má nefna baráttu Roosevelts fyrir þvi að uppræta glæpamannafélögin (Gangsters), sem lengi hafa verið eitt versta átumein þjóðarinnar. Þau eru sjálfsagt ekki alveg úr sögunni, en litið ber á þeim nú sem stendur. (40)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.