Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Qupperneq 42
Þá voru gefin mörg og margbreytt lög, sem mið-
uðu að þvi að fela rikisstjórninni á hendur umsjón
og eftirlit með öllu atvinnu- og fjármálalífi Banda-
ríkjanna. Enn fremur var reynt að bæta kjör verka-
manna með tryggingarlögum, sem voru allróttæk.
En nú hófst mótspyrnan gegn forsetanum fyrir
alvöru. Voru það ýmsir af helztu fjármála- og at-
hafnamönnum Bandaríkjanna, er beittu sér fyrir
henni. Þeir höfðu mikil áhrif i efri deild þingsins,
og dómstólarnir voru á þeirra bandi. Aðaldeilan
stóð um lög um fjárveitingu til opinberra fram-
kvæmda, að upphæð 3 milljarðar og 300 milljónir
dollara. Þingið samþykkti þau, en hæstiréttur
dæmdi þau ógild, vegna þess að þau kæmu í bága
við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta var tiltölu-
lega auðvelt, því í Bandarikjunum er fjöldi af lög-
um frá ýmsum tímum, sem telst hafa stjórnarskrár-
gildi. Það er því ákaflega erfitt að skera úr því,
hvaða lög séu í samræmi við stjórnarskrána, og
varla annarra færi en lögfræðinga.
Nú hófst barátta Roosevelts við dómstólana. Það
má segja, að þeir beittu sér ekki eins og þeir kann-
ske hefðu getað, því að þeir óttuðust hið vaxandi
fylgi forsetans. Samt ógiltu þeir sum af umbótalög-
um Roosevelts. Fleiri voru þó látin koma í fram-
kvæmd. Forsetinn hélt áfram harðri baráttu við
dómstólana og ávann sér stöðugt meira og meira
fylgi. Loks kom þar, að andstæðingar hans í
bæstarétti höfðu aðeins eins atkvæðis meiri hluta.
Þegar svo einn af dómurunum féll frá og fylgis-
maður Roosevelts kom í staðinn, þá var mótspyrnu
dómsvaldsins að mestu leyti lokið.
Þá má nefna baráttu Roosevelts fyrir þvi að
uppræta glæpamannafélögin (Gangsters), sem lengi
hafa verið eitt versta átumein þjóðarinnar. Þau
eru sjálfsagt ekki alveg úr sögunni, en litið ber á
þeim nú sem stendur.
(40)