Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Qupperneq 43
Mikið hefur verið ritað og rætt um afstöðu
Roosevelts til hervarnanna. í fyrstu var hann ekki
fylgjandi auknum herbúnaði. Hann vildi efla og
styrkja friðsamlega samvinnu milli allra þjóða. En
eftir því, sem gengi nazismans óx, þótti honum
sem nauðsyn væri á því, að Bandarikin styrktu
hervarnir sínar. Svo var málum háttað, er hann tók
við völdum, að þau höfðu engan Iandher, sem teli-
andi væri, lítinn flugher, en mikinn flota, einkum
vígskip og tundurspilla. Þó var flotinn að sumu
leyti nokkuð úr sér genginn.
Tillögur Roosevelts um aukinn herbúnað mættu
mikilli mótspyrnu í efri deild þingsins. Einangr-
unarmenn töldu, að í þeim væri fólgin hætta á, að
Bandaríkin kynnu að lenda í Evrópustríði, og auð-
mennirnir vildu umfram allt komast hjá að greiða
hækkaða skatta. Þó varð stjórninni nokkuð ágengt
í þessum efnum, en það var ekki fyrr en striðið
hófst, að hervæðing Bandarikjanna byrjaði fyrir
alvöru, enda hafði forsetinn þá brotið á bak aftur
mótspyrnu þings og dómstóla.
Það er venja í Bandaríkjunum, að þegar farið er
nð gera breytingar í opinberum málum, þá eru
þær stórkostlegar. Svo var einnig hér. Eins konar
hervarnarskylda var lögleidd og smíði alls konar
hergagna var margfölduð.
Sérstaklega er verið að auka flotann og lofther-
inn og byggja nýjar hafnir og herstöðvar, bæði
heima, en þó einkum í nýlendum Bandaríkjanna.
Þetta tekur auðvitað nokkurn tíma, en svo er þó
komið, að Bandaríkin eru þegar orðin mikið her-
veldi, í staðinn fyrir að þau voru því nær máttlaus
hernaðarlega, er Roosevelt tók við völdum.
Það er víst, að hér gekk Roosevelt nauðugur að
verki. En hann var búinn að finna nóg til þess, að
tillögur Bandaríkjastjórnar í alþjóðamálum voru lít-
ils virtar, meðan ekki stóð herstyrkur á bak við þær.
(41)