Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Page 44

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Page 44
Þaö má segja, að árangurinn af innanlandsstjórn Roosevelts sé aukin atvinna og framleiðsla, bætt kjör alþýðunnar, fækkun verkfalla og kaupdeilna, aukið réttarfarsöryggi og hervarnir rikisins auknar stórkostlega. Þá má ekki gleyma, að völd forsetans eru nú orðin meiri og víðtækari en nokkru sinni áður. Það, sem mestu máli skiptir, er þó framkoma Roosevelts í utanríkismálum. Þegar hann tók fyrst við völdum, var nazisminn enn í bernsku, og stjórnir Englands og Frakklands dreymdi um af- vopnun og alþjóðafrið. Roosevelt virðist hafa trúað því um skeið, að hægt væri að koma i veg fyrir styrjaldir með samningum, en hann fékk fljótt að reyna, að hinn forni hernaðarandi var eins sterkur og nokkru sinni fyrr hjá þjóðunum, þótt kyrrð væri ríkjandi á yfirborðinu. Það hefur löngum verið deilt um það í Banda- ríkjunum, hvort þau ættu aðeins að skipta sér af málum, sem varða Ameríku eina, eða þau ættu að blanda sér í alþjóðamál. Stefna einangrunar- manna hefur lengi átt mikið fylgi vestan hafs, en Roosevelt hélt því fram, að þar sem Bandaríkin væru heimsveldi, þá gætu þau ekki skorazt undan að taka þátt í alþjóðamálum og bera sinn hluta af ábyrgðinni. Þetta hefur verið einn veikasti þáttur- inn í stjórnmálastarfsemi hans. Orðum hans og til- lögum var lengi vel lítill gaumur gefinn, því að hann skorti hervaldið bak við sig og hann átti svo marga andstæðinga í sinu eigin riki. Þannig fékk Roosevelt hin hæðilegustu svör hjá Mussolini, er hann reyndi að hindra það, að ítalia tæki þátt í núverandi styrjöld. Það er ekki laust við, að fram,an af hafi verið nokkur tvöfeldnisblær yfir utanríkispólitík Roose- velts. Hann hefur ekki þótt standa nægilega fast við orð sín, og þvi hafa bæði Miðveldin og Japan metið (42)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.