Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Síða 44
Þaö má segja, að árangurinn af innanlandsstjórn
Roosevelts sé aukin atvinna og framleiðsla, bætt
kjör alþýðunnar, fækkun verkfalla og kaupdeilna,
aukið réttarfarsöryggi og hervarnir rikisins auknar
stórkostlega. Þá má ekki gleyma, að völd forsetans
eru nú orðin meiri og víðtækari en nokkru sinni
áður.
Það, sem mestu máli skiptir, er þó framkoma
Roosevelts í utanríkismálum. Þegar hann tók fyrst
við völdum, var nazisminn enn í bernsku, og
stjórnir Englands og Frakklands dreymdi um af-
vopnun og alþjóðafrið. Roosevelt virðist hafa trúað
því um skeið, að hægt væri að koma i veg fyrir
styrjaldir með samningum, en hann fékk fljótt að
reyna, að hinn forni hernaðarandi var eins sterkur
og nokkru sinni fyrr hjá þjóðunum, þótt kyrrð
væri ríkjandi á yfirborðinu.
Það hefur löngum verið deilt um það í Banda-
ríkjunum, hvort þau ættu aðeins að skipta sér af
málum, sem varða Ameríku eina, eða þau ættu
að blanda sér í alþjóðamál. Stefna einangrunar-
manna hefur lengi átt mikið fylgi vestan hafs, en
Roosevelt hélt því fram, að þar sem Bandaríkin
væru heimsveldi, þá gætu þau ekki skorazt undan
að taka þátt í alþjóðamálum og bera sinn hluta af
ábyrgðinni. Þetta hefur verið einn veikasti þáttur-
inn í stjórnmálastarfsemi hans. Orðum hans og til-
lögum var lengi vel lítill gaumur gefinn, því að hann
skorti hervaldið bak við sig og hann átti svo marga
andstæðinga í sinu eigin riki.
Þannig fékk Roosevelt hin hæðilegustu svör hjá
Mussolini, er hann reyndi að hindra það, að ítalia
tæki þátt í núverandi styrjöld.
Það er ekki laust við, að fram,an af hafi verið
nokkur tvöfeldnisblær yfir utanríkispólitík Roose-
velts. Hann hefur ekki þótt standa nægilega fast við
orð sín, og þvi hafa bæði Miðveldin og Japan metið
(42)