Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Blaðsíða 45
tillögur hans litils. Þvi hefur jafnvel veriö haldið
fram, aö hefði hann þegar í öndverðu tekið ákveðna
afstöðu með lýðræðisríkjunum, þá mundi hafa verið
hægt að stytta stríðið og koma í veg fyrir hrun
Frakklands.
Roosevelt vildi styrkja lýðræðisþjóðirnar, en hann
vildi aðeins veita þeim efnalegan styrk, en eklci
hernaðarlegan. Þó hefði verið hægt fyrir Banda-
ríkin að hjálpa þeim um flugvélar og herskip. Um
landher var auðvitað ekki að ræða. Það var ekki
fyrr en eftir hrun Frakklands, er England stóð eitt
gegn ofureflinu, að mikið fór að kveða að hjálp
Bandaríkjanna.
Þetta stendur í sambandi við afstöðu Roosevelts
heima fyrir. Nú var hann orðinn svo voldugur, að
hann átti vist, að mikill meiri hluti þjóðarinnar
mundi samþykkja gerðir hans.
Stuðningurinn við England var aukinn stórkosl-
lega með hinum svo nefndu láns- og leigulögum.
Þau eru svo róttæk, að nærri liggur, að þau komi
í bága við alþjóðalögin um hlutleysi og einnig
stjórnarskrá Bandaríkjanna. Allhörð mótspyrna
var gegn þessum lögum, en forsetinn vann þó full-
kominn sigur. Þá eru Bandaríkin einnig farin að
veita Kína og Síam (Thailand) hjálp gegn Japan,
og nú síðast hafa þau heitið Rússum stuðningi, að
hverju gagni, sem hann kann að koma. Yfirleitt má
segja, að afstaða Bandarikjanna til Þriveldabanda-
lagsins sé orðin þannig, að allt útlit sé til þess, að
koma muni til fullkomins ófriðar með þeim innan
skamms.
Roosevelt hefur gengið lengra en nokkur höfðingi
hlutlausrar þjóðar hefur gert. Hann lýsti mikinn
hluta Atlantshafsins verndarsvið Bandaríkjanna og
tók á leigu ýmsar herstöðvar Englendinga á eyjum i
hafinu. Siðasti leikurinn er svo hersendingin til ís-
lands og verndun siglingaleiða i Norðurhöfum.
(43)