Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Page 50
Hernám. Hinn 10. maí steig brezkt herlið á land
í Rvík. Var því lýst yfir af hálfu brezku stjórnar-
innar, að það mundi verða hér meðan á styrjöld-
inni stæði. Jafnframt var því heitið, að Bretar
mundu ekki skipta sér af innanríkismálum íslend-
inga. Þó voru nokkrir menn íslenzkir handteknir af
Bretum og sumir fluttir af landi burt. Ríkisstjórn
Islands lagði fram eindregin mótmæli gegn hernámi
landsins.
Þýzk könnunarflugvél sást yfir Rvík i nóvember.
Iðnaður. Afkoma margra iðnfyrirtækja var betri
en á árinu 1939. Skortur á hráefnum og skömmtun
á ýmsum vörum, er notaðar eru til iðnframleiðslu,
bagaði þó allmjög iðnfyrirtæki, einkum kex- og sæl-
gætisverksmiðjur. Féll vinna stundum niður i þeim
af þessum ástæðum. Annars var verksmiðjurekstur
með svipuðu sniði og árið áður, og lítt kvað að
nýjum iðngreinum.
Meðal handverksmanna var nokkurt atvinnuleysi í
byrjun ársins, enda voru þá litlar verklegar fram-
kvæmdir. Kvað t. d. mjög lítið að húsabyggingum.
Eftir hernám landsins fengu margir handverks-
menn atvinnu hjá hinu erlenda setuliði.
íþróttir. Fyrstu íþróttaviðburðir ársins voru á
sviði vetraríþróttanna. Mikill og almennur áhugi
ríkti um þær, einkum skíðaiþróttina. Landsmót
skíðamanna hófst á Akureyri á skírdag, og voru þátt-
takendur margir. Jónas Ásgeirsson varð skiðakóng-
ur (vann bæði göngu og stökk). Viðavangshlaupið
i Rvík fór fram á uppstigningardag. Sigraði Harald-
ur Þórðarson úr U. M. F. Stjarnan í Dalasýslu. K. R.
vann þó flokkakeppnina. íþróttamenn gengust fyrir
hátíðahöldum víðsvegar um landið hinn 17. júní.
Voru þá haldin mörg iþróttamót. Viðavangsboð-
hlaupið í Rvik (Alþýðublaðshlaupið) fór fram i byrj-
un júlí. Sigraði K. R. á 18 min. 54,4 sek. Allsherjar-
mót í. S. í. i frjálsum íþróttum hófst í Rvik 22. júli.
(48)