Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Page 62
lagi frá danska ríkinu, sem það tók að greiða ár-
lega, er fjárhagur íslendinga og Dana var aðskilinn
1871, og átti að vera eins konar endurgreiðsla á því
fé, er runniS hafði í danska ríkissjóðinn frá íslandi.
Greiðslan minnkaði síðar niður i 60 þús. kr. á ári
og átti að haldast þannig. En þegar ísland var viður-
kennt fullvalda ríki 1918, var greiðslum þessum
bætt, og lögðu Danir þá fram 2 millj. kr. i eitt skipti
V fyrir öli, Sáttmálasjóðinn, til styrktar menningar-
legu sambandi landanna.
Tekjurnar náðu því ekki 300 þús. kr. fyrsta árið,
sem Alþingi sarndi fjárlög fyrir, og var þá meira að
segja % teknanna beint tillag frá öðrum aðila, en i
siðustu fjárlögum, sem Alþingi samdi, þ. e. a. s.
fyrir árið 1942, voru tekjur rikissjóðs áætlaðar rúm-
ar 23 millj. kr. Nú verður þess auðvitað að gæta, að
hver króna var þá miklu meira virði en nú, en þótt
tekið sé tillit til þess, er um geysilega aukningu að
ræða.
Gjöld þessa fyrsta fjárhagstimabils eða áranna
1876 og 1877 voru áætluð 452 þús. kr. samtals eða
um 226 þús. kr. á ári að meðaltali. Allur þorri þessa
fjár gekk til embættismannanna, 43% fóru i beinan
embættiskostnað, 27% til kirkju- og kennslumála og
9% til eftirlauna. Næstum því % hlutar gjaldanna
fóru þannig til embættisreksturs og undirbúnings
undir hann, en til gufuskipaferða voru veittar einar
30 þús. kr., til vegabóta 15 þús. kr. og til jarðabóta
aðeins 2400 kr.
Á síðustu fjárlögum, sem Alþingi samdi, voru
gjöldin áætluð 24 millj. kr. Rúmlega % bluti þeirrar
upphæðar á að ganga til samgöngumála og rúmlega
% hluti hennar til verklegra fyrirtækja. Gerist ekki
þörf að fjölyrða um þá geysilegu breytingu, sem
orðið hefur á fjármálum hins opinbera á þeim sjö
áratugum, sem landsmenn hafa stjórnað þeim mál-
um sjálfir.
(60)