Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Síða 64
vörur til beinnar neyzln. Rúmlega % hlutar útflutn-
ingsins voru afurðir af fiskveiðum.
Það verður ekki sagt, að Alþingi hafi farið geyst
af stað, er það fékk fjárhagsstjórnina í sínar hend-
ur. Breytingin var lítil frá því, sem áður hafði ver-
ið, enda gat varla verið um neinar verulegar breyt-
ingar að ræða, meðan tekjustofna vantaði. Þetta
virðist Alþingi hafa verið ljóst, því að þegar á næsta
þingi eða 1877 voru samþykkt ýmis ný skattalög
og skattar þeir afnumdir, sem áður höfðu verið í
gildi, enda voru þeir bæði fáir og úreltir orðnir.
Seinna bættust svo við tóbakstollur, útflutnings-
gjald af fiski og lýsi og hækkun á áfengistollinum.
En ekki var hafizt handa um neinar framkvæmdir
i landinu. Alþingi virtist síður en svo hafa tilhneig-
ingu til að sólunda fé; þvert á móti rikti þar hinn
mesti sparnaðarandi. Árið 1885 var lítið farið að
gera, er til framfara horfði. Engin á hafði verið brú-
uð, lítið unnið að vegabótum og varla nokkru veru-
legu mannvirki verið komið upp, að byggingu al-
þingishússins frátalinni. Langmestur hluti teknanna
fór enn sem fyrr til embættismannastéttarinnar, en
i þvi sambandi má þó geta þess, að læknastéttin
hafði verið efld mjög, enda á þvi hin mesta nauð-
syn.
Á áratuginum 1870—1880 má segja, að hér hafi
verið góðæri. Fjártaka Englendinga og hátt ullar-
verð ýtti undir sauðfjárræktina, og i fardögum 1881
var sauðfénaður orðinn meiri en nokkru sinni fyrr,
eða um 525 þús. auk lamba. En árin 1881 til 1888
reynast hin mestu harðindaár. „Frostaveturinn
mikli“ var erfiður, og „mislingasumarið“ 1882 var
heyskapur sára lítill. Er talið, að næstum þriðjung-
ur lamba hafi þá drepizt.
Alþingi gerði næstum engar beinar ráðstafanir í
sambandi við þetta mjög svo erfiða árferði, nema
hvað skattar voru lækkaðir. En 1885 setti Alþingi
(62)