Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Qupperneq 68
elzti sparisjöðurinn, sem nú starfar á landinu, en
þeim hefur fjölgað mjög, og eru þeir nú 56 aS tölu.
AldamótaáriS var stofnfé Landsbankans aS vísu
aukiS upp í 750 þús. kr. meS útgáfu nýrra lands-
sjóSsseSla, en þaS reyndist engan veginn nægilegt.
Atvinnuvegir landsmanna þurftu á fé aS halda, til
þess aS um verulegar framfarir gæti veriS aS ræSa.
Á Alþingi 1899 kom fram tilboS frá dönsku félagi
[um aS stofna banka hér á landi, og voru L. ArnJ^en
hæstaréttarmálaflutningsmaSur og P. Warburg stór-
kaupmaSur forgöngumenn í þvi máli. Eins og aS
likum lætur, vakti tilboS þetta mikla athygli, enda
var fjárskortur hér mjög tilfinnanlegur, svo sem áS-
ur var getiS. Átti bankinn aS fá einkaleyfi til 90
ára til þess aS gefa út gulltryggSa seSla, og Lands-
bankinn aS renna inn í bann. íslendingar áttu aS
hafa forkaupsrétt aS hlutabréfunum og hlutaféS
ekki aS nema meiru en 6 millj. kr.
Ekki fékk mál þetta afgreiSslu á þessu þingi, og
urSu um þaS allmiklar deilur.
Á Alþingi 1901 kom aftur fram frumvarp um
stofnun hlutabanka, er Landsbankinn skyldi renna
inn í, og var frumvarpiS samþykkt meS nokkrum
breytingum. Breytingartillaga var borin fram i neSri
deild þess efnis, aS Landsbankinn skyldi starfa á-
fram, en var felld. LandshöfSingi tók tillöguna hins
vegar aftur upp í efri deild, og var hún samþykkt
þar. NeSri deild lét þá undan til þess aS stofna mál-
inu ekki i hættu, og bjargaSist Landsbankinn
þannig. HafSi einkaleyfistiminn veriS styttur niSur
i 30 ár, og mátti seSlaútgáfan ekki fara fram úr 2
millj. kr.
Þótt heimildin væri samþykkt á Alþingi, lá nú
viS, aS söfnun hlutafjár í hinn nýja banka mistæk-
ist. Hér á landi var mjög lítiS keypt af hlutabréf-
um í bankanum, og hinir dönsku forgöngumenn
stofnunarinnar reyndust fyrst í staS ekki geta safn-
(66)