Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Síða 82
niður þi.igmennsku. Landritari var eins konar full-
trúi ráðherrans og yfirskrifstofustjóri, og gengu
flest mál í gegnuml hendur hans. Þegar ráðherrun-
um var fjölgað 1917, var embættið lagt niður, og
fékkst Klemens mest við ritstörf, þar til er hann varð
atvinnumálaráðherra í ráðuneyti Sigurðar Eggerz og
síðar fjármálaráðherra, svo sem fyrr getur.
1924 varð Jón Þorláksson fjármálaráðherra í ráðu-
neyti því, sem Jón Magmísson myndaði. Var hann
verkfræðingur að menntun, varð landsverkfræðing-
ur 1905 og gegndi því starfi í 12 ár. Aðalstarf lands-
verkfræðingsins var forstaða vegagerða og brúa-
gerða landssjóðs. Hafði Jón lagt sérstaka stund á
byggingarefnarannsóknir og beitt sér fyrir notkun
steinsteypu. Á stríðsárunum lagði Jón niður störf
sín sem landsverkfræðingur og stofnaði heildverzlun
með byggingarvörur, sem enn er rekin.
Þegar Jón Þorláksson varð fjármálaráðherra, var
gengismálið eitt helzta vandamálið, en gengi krón-
unnar hafði fallið mjög síðan ófriðnum lauk. Hafði
Jón kynnt sér þessi mál mjög ýtarlega og ritað um
þau bók, „Lággengi“.
Árið 1924 var mjög hagstætt. Aflabrögð voru með
mesta móti og verðlag hátt, og kom nú sú aukning
fiskiflotans, sem átt hafði sér stað 1920—1921, að
hinu mesta gagni, en 1920 höfðu verið keyptir 19
togarar. Verzlunarjöfnuðurinn var hagstæður um
22 millj. kr., bankarnir losnuðu við skuldir sínar
erlendis og eignuðust nokkrar inneignir. Árið 1925
var og hagstætt.
Vorið 1924 stöðvaðist gengisfall krónunnar, og í
skjóli þeirra dæmafáu góðæra, sem nú fóru i hönd,
beitti Jón Þorláksson sér fyrir geysimikilli hækkun
krónunnar. Á hálfu öðru ári var gengi krónunnar
hækkað úr 47 og upp í 81% af gullgildi, og 25.
október 1925 var krónan tengd sterlingspundinu
þannig, að 22,15 kr. jafngiltu einu sterlingspundi.
(80)