Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Page 83
Jón Baldvinsson. Jón Ólafsson.
Varla mun Jón Þorláksson einn hafa staðið að
gengishækkuninni, og var hún ekki í samræmi vi@
niðurstöður bókar hans um gengismálin. En þýðing-
armikiö mun honum hafa þótt það, að erlendar
skuldir rikissjóðs, er honum þóttu háar og hann
beitti sér sérstaklega fyrir lækkun á, læklcuðu við
þetta í íslenzkum krónum. Ýmsum mun og hafa
fundizt útflutningsatvinnuvegirnir hafa betur getað
þolað slíka ráðstöfun þá en annars. En mjög voru
aðgerðir þessar gagnrýndar, einkum og sér í lagi er
árið 1926 reyndist óhagstætt bæði hvað snerti afla-
brögð og verðlag, og var þá krafizt lækkunar krón-
unnar. En engu siður var haldið fast við þá stefnu
að halda uppi genginu, og tókst það, þar eð árin
1927 og 1928 voru mjög hagstæð; verzlunarjöfnuður
þessara tveggja ára var hagstæður um næstum 26
millj. kr.
Að framan hefur þess verið getið, að íslandsbanki
var árið 1921 sviptur seðlaútgáfueinkarétti sínum,
og 1922 var svo ákveðið, að Landsbankinn skyldi
annast þá seðlaútgáfu, sem nauðsynleg yrði umfram
seðlaútgáfu íslandsbanka. Gaf Landsbankinn fyrst
út seðla samkvæmt þeim lögum 1924. Á Alþingi var
(81)
L