Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Page 86
um og var nú orðinn höfuðbanki landsins. InnstæS-
ur i íslandsbanka fóru hins vegar mjög minnkandi,
og aS lokum fór svo, aS í byrjun kreppunnar eSa í
febrúar 1930 var bankanum iokaS.
ÁriS 1927 höfSu orSiS stjórnarskipti. Jón Þor-
láksson, sem veriS hafSi forsætisráSherra síSan Jón
Magnússon lézt 1926, fór frá, en Tryggvi Þórhalls-
son myndaSi ráSuneyti í hans staS, og var Magnús
Kristjánsson þar fjármálaráSherra. HafSi hann áSur
rekiS verzlun og útgerS ú Akureyri, en varS forstjóri
Landsverzlunarinnar, er hún var stofnuS á stríSs-
árunum, og var þaS síSan. Magnús undirbjó stofnun
síldarverksmiSja ríkisins, en entist ekki aldur til
þess aS sjá þær byggSar, því aS hann lézt i des-
ember 1928. í marz 1929 varS svo Einar Árnason
bóndi á Eyrarlandi og þingmaSur EyfirSinga fjár-
málaráSherra. ÞaS varS hans hlutverk aS hafa for-
ystu í íslandsbankamálinu, en svo sem áSur var
getiS, var íslandsbanka lokaS í ársbyrjun 1930.
Eftir miklar deilur var ákveSiS aS stofna nýjan
banka, Útvegsbanka íslands h/f, og skyldi hann taka
aS sér eignir og skuldir íslandsbanka. Hlutafé hans
varS 7 millj. kr., og átti rikissjóSur meiri hlutann.
ÁriS 1929 hafSi ekki reynzt landinu hagstætt, og
hófst þá verSfall á útflutningsvörum landsmanna. Á
næstu árum hélt verðfalliS áfram og náSi hámarki
sínu 1932, og var þá verðlag á útfluttum vörum
landsmanna lægra en fyrir heimsstyrjöldina 1914—
1918. Á árinu 1930 tók ríkissjóður þrjú föst lán
erlendis. Eitt var tekið i London vegna byggingar
útvarpsstöðvarinnar, 28 þús. sterlingspund, annað
vegna byggingar landssímastöðvarinnar, 55 þúst
pund, og var þaS tekið í Stokkhólmi, en þriðja lániS
var tekið hjá Hambros Bank Ltd. i London, og var
S 540 þús. pund. Lán þetta fór til Landsbankans,
RÚnaðarbankans og byggingar Sildarverksmiðju
rikisins og Landsspítalans. Enn fremur var tekið
(84)