Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Side 88
liafði verið fræðslumálastjóri síðan 1926, þingmaður
Vestur-ísfirðinga síðan 1923 og forseti sameinaðs
þings alþingishátiðarárið. 1932 fór ráðuneyti
Tryggva Þórhallssonar frá völdum, og var þá Ás-
geir Ásgeirsson forsætis- og fjármálaráðherra til
1934.
Þegar Útvegsbanki íslands h/f var stofnaður 1930,
urðu þeir Helgi P. Briem, Jón Baldvinsson og Jón
Ólafsson bankastjórar. Helgi P. Briem er hagfræð-
ingur og hafði verið skattstjóri i Beykjavík, Jón
Baldvinsson forstjóri Alþýðubrauðgerðarinnar og
leiðtogi Alþýðuflokksins á þingi, og Jón Ólafsson
framkvæmdastjóri eins elzta togaraútgerðarfélags á
iandinu og alþingismaður. Árið 1932 tók Helgi Guð-
mundsson, sem verið hafði bankastjóri á ísafirði og
siðar fiskifulltrúi á Spáni, við bankastjórastöðunni
af Helga P. Briem, en hann fór til Spánar sem fiski-
fulltrúi. Jón Ólafsson lézt árið 1937 og Jón Bald-
vinsson 1938. Um haustið 1938 voru þeir Ásgeir Ás-
geirsson fræðslumálastjóri og fyrrverandi ráðherra
og Valtýr Blöndal, sem verið hafði lögfræðingur
Landsbankans, skipaðir bankastjórar í þeirra stað.
Fyrsti formaður fulltrúaráðs bankans varð Svafar
Guðmundsson, sem nú er bankastjóri á Akureyri,
en síðan 1935 hefur Stefán Jóh. Stefánsson félags-
málaráðherra verið formaður þess. — í fulltrúa-
ráði íslandsbanka hafði ráðherra og síðar forsætis-
ráðherra jafnan verið formaður.
Árið 1930 er stofnaður þriðji bankinn í Beykja-
vik, Búnaðarbanki íslands, og hafði Tryggvi Þór-
hallsson forsætisráðherra einkum beitt sér fyrir því.
Fyrsta bankastjórnin var þannig skipuð, að aðal-
hankastjóri varð Páll Eggert Ólason dr. phil., áður
prófessor í sögu við Háskólann, en meðstjórnendur
voru til ársloka 1937 þeir alþingismennirnir Bjarni
Ásgeirsson og Pétur Magnússon. Á miðju ári 1932
varð Tryggvi Þórhallsson fyrrverandi forsætisráð-
(86)