Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Síða 90
hert mjög á innflutningshöftunum, á Alþingi eru af-
greidd tekjuhallalaus fjárlög fyrir 1935 og lögð drög
að ýmiss konár framkvæmdum í atvinnumálum til
þess að vega á rnóti fyrirsjáanlegu hruni saltfisks-
markaðanna. Á árunum 1935—1938 var svo unnið
mikið að eflingu sildariðnaðarins, byggingu frysti-
húsa og öðrum slíkum framkvæmdum. Síðan 1935
hefur verið tekjuafgangur á rekstrarreikningi rikis-
sjóðs, enda hafði verið komið á meira aðhaldi um
samningu fjárlaga.
Á árinu 1933 hafði verið tekið lán hjá Barclays
Bank Ltd. í London, að upphæð 1,3 millj. kr., og
1935 var enn tekið lán hjá Hambros Bank Ltd. i
London, að upphæð 11,7 millj kr., en það var aðal-
lega notað til greiðslu eldri skulda.
Á kreppuárunum hafði gífurlegt verðfall á sjávar-
afurðum komið mjög tilfinnanlega við sjávarútveg-
inn, en er verðlag var aftur farið að hækka, tók við
mikill aflabrestur, og voru aflabrögðin á árunum
1935—1939 mjög slæm, en þýðingarmiklir markaðir
töpuðust að nokkru eða öllu leyti. Sildveiðin gekk
þó mjög vel sum árin, og bætti það nokkuð úr skák.
En langvarandi taprekstur útgerðarinnar hlaut að
hafa margháttaða erfiðleika í för með sér, og var
gjaldeyrisskorturinn mjög tilfinnanlegur. Var reynt
að vinna gegn honum með innflutningshöftum, svo
sem áður var getið, en í apríl 1939 var gengi krón-
unnar enn fremur lækkað um 18%. Enn var krónan
þó tengd sterlingspundi, en er það tók að falla, þegar
styrjöldin skall á um haustið, var krónan losuð úr
tengslum við það og tengd dollar.
Þegar þrír stærstu þingflokkarnir mynduðu sam-
eiginlega 5 manna ráðuneyti 1939, varð Jakob Möller
fjármálaráðherra. Hann hafði gerzt starfsmaður í
Landsbankanum, er hann hvarf frá háskólanámi, ver-
ið ritstjóri dagblaðsins Vísis, bankaeftirlitsmaður, frá
þvi er það embætti var stofnað 1923 og þar til er það
(88)