Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Blaðsíða 92
þingi fékk löggjafarvald um fjárhagsmálefni lands-
ins. Ber auðvitað engan veginn að líta á þetta sem
tilraun til þess að skrifa sögu opinberra fjármála
á þessu tímabili, heldur sem lauslegan samtíning, og
ber sérstaklega að geta þess, að grein þessari var
einungis ætlað að fjalla um opinber fjármál og þá
menn, sem þeim hafa veitt forstöðu. Ef tilætlunin
hefði verið, að grein þessi væri yfirlit yfir fjárhags-
málefni landsmanna á þessu tímabili yfirleitt, kæmi
að sjálfsögðu margt fleira til athugunar og margir
fleiri við sögu, og þá einkum ýmsir brautryðjendur
á sviði útgerðarinnar, sem svo mjög hefur vaxið síðan
um aldamót, verzlunarinnar, sem orðið hefur inn-
lend á þessu tímabili, iðnaðarins, sem svo mjög hefur
aukizt á síðustu árum, landbúnaðarins, sem aukið
hefur framleiðsluna verulega, þrátt fyrir það, að fólki
hafi fækkað við landbúnaðarstörf, og samgöngumál-
anna, en samgöngurnar hafa á þessu timabili stór-
batnað. Væri þetta efni i sérstaka grein. En af þvi,
sem hér hefur verið sagt, sést þó, að siðan íslending-
ar fengu sjálfir i hendur stjórn fjármála sinna, hefur
þeim farnazt vel og betur en nokkru sinni áður, ■—
þeir hafa borið gæfu til þess að verða sjálfstæð þjóð,
ekki einungis í stjórnarfarslegu tilliti, heldur einnig
fjárhagslega.
Ritað i júli 1941.
íbúðarhús í sveit.
Skoðanir manna eru mjög skiptar um það, hvort
sveitahús skuli byggð með eða án kjallara.
Þeir, sem halda kjöllurunum fram, hafa þá trú,
að geymslum, sem sveitafólk þarf stærri og betri en
kaupstaðabúar, sé bezt og ódýrast fyrir komið í
kjöllurum húsanna. Nú orðið gera fæstir ráð fyrir
íbúðum eða eldhúsum í kjallara, og er það vel
(90)