Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Qupperneq 96
flatar og hæðar er of stórt, og húsið verður of hátt,
miðað við grunnstærð. Þetta er einkum áberandi
um hús, sem standa á beru svæði, eins og ævinlega
er í sveitum. Húsið verður ljótur og líflaus fer-
strendingur, eða jafnvel teningur.
Hlutfallið milii grunnflatar og hæðar einnar hæð-
ar hússins er minna, og geymslur, byggðar sem
áhnur út úr aðalhúsinu, gefa byggingunni tilbreytni
og líf.
Loks er rétt að geta þess, að oft er sá misskiln-
ingur ríkjandi, að grafa þurfi hin litlu sveitahús
niður á fastan grundvöll, klöpp eða fastan deigul,
og getur sá gröftur orðið æðidjúpur. Þetta er mis-
skilningur, sem oftlega kostar mikla óþarfa vinnu
og efniseyðslu. íbúðarhús af þeirri stærð, sem byggð
eru í sveit, þarf aldrei að grafa niður á fast, heldur
aðeins niður fyrir klaka, sem er ca 80—100 cm, og
gildir þetta um allan jarðveg nema blautan mýra-
jarðveg, en á slíku landi byggir enginn, þegar land-
rými er lítt takmarkað.
Þetta, að menn hafa álitið, að grafa þyrfti niður
á fastan grundvöll, hefur oft riðið baggamuninn um
kjallarann. Mönnum hafa fundizt það léleg vinnu-
brögð að grafa stóra og djúpa gryfju í jörðina og
fylla hana síðan aftur.
Mynd 1 er grunnmynd af einnar hæðar sveita-
húsi, nægilega stóru fyrir 8—10 manna fjölskyldu.
Inngangar eru tveir. Annar móti suðvestri, og er
hann i beinu sambandi við ibúðarhluta hússins,
fatageymslu og vatnssalerni. Lika er þar innangengt
í eldhús.
Hinn inngangurinn eru bakdyr móti norðaustri.
Ætlazt er til, að gripahús og skemma liggi baka
til við íbúðarhúsið, og er því beinust leið fyrir fólk,
sem er að vitivinnu eða gegningum, að nota bak-
dyrainnganginn.
(94)