Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Page 104
ísland er 100 000 ferkílómetrar að flatarmáli.
Þegar nú hver ferkílómetri (km2) er 1000 sinnum
1000 metrar, verður landið allt: 100 000 000 000 m2
(eitt hundraS þúsund milljónir fermetra).
Ef ársúrkoman á öllu landinu, aS meSaltali, er
talin vera um 100 cm, yrSi allt vatnsmagniS: sam-
tals 100 000 000 000 teningsmetrar (m3) eSa tonn.
Ef þessi vatnsfúlga þykir ótrúlega stór, sé hún
skoSuð svona i einni heild, má virða hana fyrir sér
frá annarri hlið. Ef öllu þessu vatnsmagni yrði
dreift jafnt yfir land allt og það félli jafnt allt árið,
yrði úrkoman aðeins 2,7 millímetrar á sólarhring
árið um kring, og nœði þá, eins og fyrr segir, meðal-
úrkomu, 100 cm. Samsvarar það lítt merkjanlegum
úða, jiannig að útkoman allt árið yrði: aldrei
eiginlegt votviðri og aldrei þurrkur! Þessi úði eða
raki mundi þó verða 3000 tonn á hverri sekúndu.
Samsvarar það 3 Gullfossförmum!
En hversu mikið afl býr nú í öllu þessu vatni,
sem niður á ísland fellur á einu ári?
ÞaS skulum vér athuga.
Ef vatn er hallalaust og fær ekki framrás, stend-
ur það kyrrt, hefur enga orku, — hún er bundin.
Ef vatninu er hleypt í hallandi rás, fær það orku
(afl), sem er margfald (pródúkt) af vatnsmagninu
og hæð hallans. Því meiri halli, sem er á rásinni,
þvi meiri verður orkan. VerSi fall vatnsins lóðrétt,
nær það allri þeirri orku, sem i þvi býr, fossaflið.
Einn teningsmetri (m3) af vatni, —- tonn eða 1000
kg —, sem fellur (t. d. á sekúndu) um 1 metra, er
talið að hafi í sér fólgna jafnmikla orku eða vinnu-
afl og 10 hesíar eða 50 fullhraustir karlmenn. Eitt
hestafl samsvarar þá 100 kg (brúttó).
Nú skulum vér reyna að skýra nánar fyrir oss,
hvað náttúran hér á íslandi hefur úr miklu vatns-
afli að vinna.
Meginhluti lands vors er hálendi. Þar safnast
(102)