Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Side 106
hve mikið vatnsmagnið er á einhvern tiltekinn flöt,
t. d. 1 fermetra eða ferkílómetra. Ýringsskúr, sem
tæplega vætir steina og mælist 0.1 millímetra, gefur
á hvern ferkílómetra 1000 lítra eða 1 tonn af vatni.
Sé skúrin stærri, svo að hún gefi t. d. 1 millímetra
vatns, falla 1000 tonn á ferkilómetra o. s. frv. Helli-
rigning, sem kölluð er, getur gefið hér í Reykjavík
á svipstundu á hvern ferkílómetra að minnsta kosti
3—5 eða jafnvel upp í 10 þúsund itonn, eftir því,
hve skúrin varir lengi. Mikil sólarhringsrigning hér
er vart meira en 50—60 millímetrar: •—- þúsund
tonn á ferkílómetra.
Þjórsá, mesta vatnsfall á landinu, hefur meira
en 7000 ferkílómetra stórt vatnasvið, eða um Yu af
öllu flatarmáli íslands. En hún ber fram að minnsta
kosti Vi af öllu því vatni, sem niður á landið fellur,
eða 450 teningsmetra á sekúndu að meðaltali.1)
Sýnir þetta glögglega, hversu magn úrkomunnar er
geysilega mikið á afrennslisfleti hennar, einkum
jöklunum, sem hún fellur frá.
Til samanburðar við hina vatnsmiklu Þjórsá má
geta þess, að Volga-fljótið í Rússlandi — stærsta
vatnsfall Evrópu — fytur meira en 9000 tenings-
metra vatns á sekúndu eða meira en 20 Þjórsár-
farma.
Uppdráttinn, sem. ég læt fylgja þessum línum, hef
ég nú í öllum aðalatriðum endurteiknað eftir korti,
sem ég gerði fyrir 17 árum og nefndi: „Kort yfir úr-
komu íslands. — Áætlun í megindráttum, byggt á
úrkomumagnsskýrslum veðurstöðvanna2} með hlið-
sjón af framburði helztu vatnsfalla og tilliti til
landslags og staðhátta, og loks skýrslu fossanefndar-
innar frá 2?4o 1917“
Sam. Eggertsson.
x) Þ. e. 14 000 000 000 tonna á ári.
-) og unnið úr á Veðurstofunni.
(104)