Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Qupperneq 118
á númerinu, hver á seðilinn, og ég vil ráða yður til
þess að sýna hann ekki, þvi að einhver gæti munað
númerið og síðan sent mann til þess að krefjast
hans. Hvar funduð þér hann?“
„í Aðalstræti. Það getur verið, að hann hafi
fokið út úr bíl, sem fram hjá ók.“
„Hvað ætlið þér að gera við peningana, ef eng-
inn finnst eigandinn?“
„Ég ætla að' kvongast'ungfrú Dolly Summers. Við
höfum orðið að bíða lengi, en nú getum við gert al-
vöru úr því.“
„Þetta er efni í góða sögu,“ sagði Young. „Eruð
þér borinn og barnfæddur í Fairview?"
„Já, en mig langar ekki til að eyða þar allri ævi
minni.“
„Hvað er að bænum okkar?“
„Ja, það er gamalmennabær, og honum er stjórn-
að af eldgömlum karlfauskum, sem halda, að allt,
sem þeir gera, sé hárrétt. En okkur finnst nú eitt-
hvað annað, unga fólkinu, og ekkert okkar ætlar
sér að ílendast hér, ef við getum komizt í burtu og
freistað hamingjunnar á framtakssamari stað.“
„Og hvað eigið þér við með „framtakssamur“?“
Ja, ekki sindrar Fairview Dagblaðið af framtaks-
semi. Ef ég segði yður, að þér ættuð ekki að láta
blaðavagna yðar fara um bæinn óvátryggða, þá
munduð þér segja, að ég væri að reyna að selja
yður eitthvað, og þér munduð sveipa um yður
þagnarhjúpi, eins og allir gera hér i Fairview. En
það er rangt gert af yður að láta vagnana renna
um göturnar svona, þeir eiga að vera fulltryggðir.“
„Hvernig vitið þér, að vagnarnir okkar eru óvá-
tryggðir?“
„Af því að við, það er að segja French og Jones
vátryggingarfélagið, höfum verið að reyna að fá
yður til þess að vátryggja, og þér hafið jafnan svar-
að, að þér kynnuð fulla grein á þvi að forðast óhöpp.“
(116)