Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Page 120
sjá viðskiptamennirnir. Þér sjálfir gangið hér um
fokvondir lit af kostnaðinum við fyrirtækið. En þér
munduð engar áhyggjur hafa út af honum, ef við-
skiptin gengju betur, og þau mundu aukast, ef
óvissan lægi ekki sem martröð á öllum hérna. Þetta
er nú það, sem ég vildi hafa sagt, herra French.
Ég vona, að þér afsakið, hve blátt áfram ég hef tal-
að. Ég þakka yður nú kærlega fyrir allt og allt, og
ég vona, að þér erfið þetta ekki við mig.“
„Setjist þér niður um augnablik, Henry,“ sagði
forstjórinn.
Rétt í þessu var símanum hringt, og ritstjóri
Dagblaðsins spurði eftir Henry. „Herra Armstrong,“
sagði hann, ég er að skrifa grein, sem ég kalla
„Fairview er karlfauskabær," og mig langar til þess
að taka orðrétt upp í hana það, sem þér sögðuð um
þetta mál. Getið þér komið til hádegisverðar?“ „Já,
þakka yður fyrir. Ég kem klukkan hálfeitt.“ Rit-
stjórinn sagði eitthvað fleira og Henry svaraði: „Já,
mér skal vera ánægja að þvi að senda yður ið-
gjaldalistann.“
Hann lagði frá sér heyrnartólið og sneri sér að
French: „Þegar ég skrapp yfir um til þess að aug-
lýsa, að ég hefði fundið þúsund dala seðilinn, sagði
ég honum, hvernig mér litist á, að hann sendi blaða-
bíla sína óvátryggða um göturnar. Hann biður yður
að senda sér iðgjaldalistann.“
„En kannske þér viljið fara með hann með yður
núna um hádegið?"
„Þér skiljið það, herra French, að ég er hættur
störfum hjá yður, en þetta vil ég gjarnan gera.“
French sagði þá: „Ef þér, Henry, viljið halda
áfram með sama trausti sem þér hafið sýnt núna,
þá skal ég ráða yður skriflega til þriggja ára. Þér
skuluð og hafa |full umboðslaun af öllum þeim við-
skiptum, sem hér fara fram fyrir yðar tilverknað.
Svo skal ég þegar í stað hækka árslaun yðar um
(118)