Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Síða 122
Henry s t um stund og horfði á hann. Svo sagði
Isann brosandi: „Þetta var nú lakara kálið. Okk-
ur er víst óhætt að rífa þennan lista í sundur. Það
var gott, að við reyndum ekki að skipta honum,
Dolly, þvi að þá hefðum við orðið að athlægi í
hænum.“
„Já, en Henry,“ sagði Dolly, „ég er fegin, að seðill-
inn er svikinn. Nú verðum við ekki krafin um hann
og getum látið hann í ramma og geymt hann þannig
til heilla. Hverju skiptir það, hvort hann er svikinn
eða ósvikinn? Hann hefur vakið hjá þér traust á
sjálfum þér og því, að þú ættir góða framtíð fyrir
höndum. Það er búið að hækka við þig kaupið. Þú
hefur sýslað meira fyrir félagið en nokkur annar
maður hefur nokkurn tíma gert á einni vikn.
Eftirtektin, sem þetta hefur vakið á þér, er mörg
þúsund dala virði. Þú átt nú sæti í bæjarstjórninni
og ert yngsti bæjarstjórnarmeðlimurinn í sögu
Fairviewbæjar. Sérðu ekki, að seðillinn hefur orðið
þér að sama liði sem hann hefði verið ósvikinn?“
Henry þagði um stund og horfði á gólfið. Að
lokum sagði hann: „Þetta er alveg rétt hjá þér,
Dolly. Við skulum halda áfram að skrifa upp það,
sem við þurfum til búsins. Og gleymdu nú ekki að
fá ramma utan um þúsund dala seðilinn okkar.“
Um myndirnar í greininni um fjármál íslands er rétt
að geta þess, að rúmsins vegna var ekki unnt að birta
myndir af öllum bankastjórum, sem við sögu koma. Ekki
reyndist unnt að fá hér mynd af einum af fyrstu banka-
stjórum íslandsbanka, Emil Schou. Heynt var að láta
myndirnar koma sem næst þar> sem menn eru til sög-
unnar nefndir, og í þeirri röð, þótt rúmið hafi ekki
leyft, að því yrði fylgt nákvæmlega. Af vangá hafa
myndirnar á bls. 69 færzt fram, áttu að vera á bls. 75.
(120)