Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Side 28
og bezta uppskeru og tekur þær til útsæðis, en
hafnar öðrum. Þannig hefst fyrsta úrval nytjajurta.
Sennilegt er, að skipulag hafi verið lítið við val
jurtanna á þessu frumstigi landbúnaðarins. En þeg-
ar timar líða lærist manninum smátt og smátt með-
höndlun jurtanna, og hver kynslóð kennir annarri
helztu aðferðir við ræktun þeirra.
Af teikningum og tólum frumaldarmanna má nokk-
uð rekja þróun þessarar ræktunar og útbreiðsluleiðir
þær, sem hinar ýmsu nytjajurtir hafa borizt eftir.
Við mismunandi aðstæður og við langvarandi ræktun
breytist útlit og gerð þeirra. Ákveðnir erfðaeigin-
leikar veljast úr, svo hin ræktaða jurt verður æ frá-
brugðnari hinum villtu forfeðrum sinum, og að lok-
um verður torgreindur skyldleiki þeirra.
Enda þótt maðurinn sé nú fyrir löngu búinn að
öðlast staðgóða þekkingu á ræktun fjölmargra nytja-
jurta verður endalaust unnt að breyta og fullkomna
hinar ræktuðu jurtir, gera þær hæfari til þess að
fullnægja settum kröfum i ræktun, auka afköst þeirra,
og i sumum tilfellum breyta þeim verulega að eðli.
Þetta úrval hefur tekið langan tima, og hefur mest-
megnis verið unnið af mönnum, sem báru það skyn
á eðli jurta að hægt væri að bæta kynstofn þeirra með
þvi að velja til undaneldis þá einstaklinga, sem voru
góðum eiginleikum gæddir. Það er ekki fyrr en löngu
seinna, eða rétt á allra siðustu timum, að menn upp-
götva erfðalögmálið og fara að beita þvi við skipu-
lagsbundið val á nytjajurtum.
Kynbætur og arfgengi.
Það var árið 1865, að munkurinn Gregor Mendel
setti fram arfgengiskenningar sínar, sem byggðar voru
á rannsóknum hans á baunagrasi. En þessar kenn-
ingar skýra meðal annars, hvernig eiginleikar eru
skipulagðir af erfðaeindum, sem erfast óháðar hvor
(26)