Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Side 30
svo sem ónæmi fyrir sjúkdómi, úr villijurt i rækt-
aðan stofn.
Nokkru öðru máli gegnir með að-frjóvgaðar jurtir,
t .d. mais og flestar grastegundir. Meðal þeirra á sér
stað eilíf blöndun á erfðastofninum, en sé reynt að
fá fram arfhreina stofna með þvingaðri sjálf-frjóvgun,
gætir jafnan svo mikillar úrkynjunar og ófrjósemi
við skyldleikaræktunina, að jurtin verður varla hæf
sem nytjagróður í því ástandi. Hins vegar var vitað,
að þrótturinn endurheimtist í afkvæmum, þegar tveir
úrkynjaðir en óskyldir foreldrar voru víxlaðir saman.
Þetta fyrirbrigði var rannsakað af Kolreuter 1763,
en var seinna tekið í notkun við kynbætur á mais
í Bandaríkjunum af þeim East, Shull og Hayes upp
úr 1909. Enda þótt enn sé ekki fyllilega ljóst, hver
er hin sanna erfðafræðilega skýring á þessum svo-
nefnda blendingsþrótti, sem kemur þannig fram, hef-
ur vitneskjan um þetta fyrirbæri verið notuð við
kynbætur á að-frjóvga jurtum, og hefur á þann hátt
verið unnt að auka og bæta uppskeru ýmissa nytja-
jurta. Annast þá fræfélög og tilraunastöðvar ræktun
foreldranna og víxlun þeirra, en upp af þvi fræi, sem
sett er á markaðinn, kemur hinn þroskamikli blend-
ingur. Er hann nefndur einblendingur (single cross)
sé víxlað einu sinni foreldrum úr tveimur óskildum
hópum, en tvíblendingur (double cross) standi að
honum tvennar víxlanir úr fjórum óskildum hópum.
Ekki eru allir foreldrar jafn liæfir til þess að geta
saman góðan blending og er það verkefni tilrauna-
stöðvanna að velja slíka foreldra.
Þar sem gerð einstaklinga er mjög breytileg meðal
að-frjóvga jurta, er eðlilegt við kynbætur þeirra, að
einn eða fleiri afburða einstaklingur sé valinn ur
hópnum og notaður sem máttarstoð í myndun nýs af-
brigðis. Grundvallarkynbætur á þessum jurtum eru
þess vegna í því fólgnar að velja úr hópnum og
sameina þau gen, sem hafa áhrif á myndun hinna
(28)