Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Síða 42
á tilraunastöðvum og borin saman við önnur eldri
afbrigSi við þau skilyrSi, þar sem hægt er að hafa
áhrif umhverfisins sem jöfnust, til þess að fá sann-
ara mat á eðlisfari einstaklinga innan afbrigðisins.
En við þær rannsóknir er beitt líkindareikningi.
Til þess að koma hinu nýja stofnfræi á markað, er
hluti þess fenginn í hendur fræræktunarbændum,
öðrum einstaklingum eða fræfélögum innanlands eða
utan, sem sjá þvi næst um fjöigun og dreifingu á
útsæðinu.
Hér á landi eru jurtakynbætur aðeins á byrjunar-
stigi, ef miðað er við það, sem gert hefur verið í
öðrum menningarlöndum. Hefur aðaláherzla verið
lögð á það að flytja inn erlenda jurtastofna, sem
kynbættir hafa verið á tilraunastöðvum í nágranna-
löndum okkar. Liggur þar árlega fyrir mikill efni-
viður, sem hægt er að vinna úr. Þar sem ræktun
nytjajurta hér á landi byggist nær eingöngu á notkun
aðfluttra jurta, er þýðingarmikið fyrir okkur að fylgj-
ast með því, sem kemur fram á erlendum markaði.
Afstaða landsins er þó þannig, að við höfum nokkra
sérstöðu um veðurfar, jarðveg og fleiri þætti er snerta
vöxt jurta. Er því eðlilegt að hér verði fyrir valinu
nokkuð annar gróður en i nágrannalöndum okkar.
Þannig má t. d. minnast á, að hér eru i ræktun bæði
kartöflu- og rófnaafbrigði, sem ekki eru kunn annars
staðar, en henta vel íslenzkum staðháttum. Hefur
íslenzka gulrófan t .d. þá sérstöðu, að hún trénar
síður en aðrar rófur. Þannig má einnig gera ráð fyrir,
að bæði innflutt tré, berjarunnar og fjölærar skraut-
jurtir hafi aðlagað sig að nokkru eftir íslenzkum
staðháttum, og er sennilegt að seinni kynslóðir þeirra
verði enn liæfari til þroska. Einnig er sennilegt að
eitthvað úrval hafi átt sér stað á því byggi, sem ber
hefur verið ræktað í s. 1. 30 ár. Hins vegar er fjöldi
nytjajurta, sem ekki eru ræktaðar hér til fræs, «8
þar sem fræ til sáninga er flutt inn árlega, verður
(36)