Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Page 44
slíkar kynbætur Jparf fyrst og fremst að vera aðstaða
til þess að rækta jurtirnar til fræþroska hér á landi.
Liggur þvi mikið verkefni fyrir á þessu sviði jurta-
kynbóta.
Island hafði fátt nytjajurta í gróðurríki sinu, og
enn er það takmarkaður hópur ,sem tekizt hefur að
rækta af aðfluttum jurtum. Það er verkefni komandi
tíma að betrumbæta íslenzkar nytjajurtir, taka i
notkun nýjar jurtir úr villtum íslenzkum efnivið,
auðga erfðastofn aðfluttra nytjajurta af afburðaeigin-
leikum og bæta enn við nýjum nytjajurtum.
Sturla Friðriksson.
Árbók íslands 1960.
Árferði. Fyrstu mánuði ársins var veðrátta yfir-
leitt mjög mild. Hinn 8- febrúar mældist t. d. 17 stiga
hiti á Dalatanga. Mikil hitabylgja gekk yfir landið
um miðjan maí. Komst þá hiti yfir 20 stig i Rvík og
víðar. Dagana um og eftir 20. mai gerði mikið kulda-
kast. Snjóaði þá niður undir sjó í nágrenni Reykja-
víkur. Um sumarið var yfirleitt góð tið. Ágústmán-
uður var hinn sólrikasti í Rvík, siðan mælingar á
sólarfari hófust 1923, 278 sólskinsstundir alls. Haust-
ið var mjög milt, en nokkrir snjóar voru i desember.
Bindindismál. Stórstúkuþing var haldið i Rvík í
júní, og var Benedikt Bjarklind kjörinn stórtemplar
(23. júní). Bindindismenn héldu mót i Húsafellsskógi
um verzlunarmannahelgina. Ungtemplarar héldu mót
á Jaðri i ágúst. Bindindisvika var haldin í október.
Brunar. 12. jan. brann hlaða á Laugarvatni. !•
febr. brann vörugeymsluhús í Grundarfirði. 19. febr.
brann bærinn á Hólslandi i Eyjahreppi. 14. marz
(38)