Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Síða 46
og upp er skorið. Kartöfluuppskera var um 100000
tunnur. Gulrótauppskera var góð. Lokið var við að
rannsaka alla matjurtagarða í landinu með tilliti til
jurtasjúkdóma. Uppskera í gróðurhúsum var mjög
góð. Byggð voru nokkur gróðurhús, þar sem grind-
in var úr alúminíumsblöndu i stað timburs. Garð-
yrkjusýning var haldin i Hveragerði í ágúst. Ber
spruttu vel víða á Vestur- og Norðurlandi, en illa
á Suðurlandi. Hafinn var undirbúningur að því, að
koma á fót grasgarði í Rvík.
Mæðiveiki varð hvergi vart á árinu, og garnaveiki
var mjög í rénun. Slátrað var 714.000 fjár (árið
áður 691.000). Af þvi voru um 670.000 dilkar (árið
áður áður 651-000). Kjötmagn var um 10.400 tonn
(árið áður um 10.000). Meðalþungi dilka var 14,17
kg. Á Selfossi var slátrað sauð, og vó skrokkur hans
62 kg. Svínum fjölgaði nokkuð. Nefnd var send t'l
Noregs og Bretlands til að ltynna sér ræktun holda-
nauta.
Saltaðar gærur voru fluttar út fyrir 52.8 millj.
kr. (árið áður 31.7 millj. kr.), fryst kindakjöt fyrir
47.4 millj. kr. (árið áður 19.5 millj. kr.), ull fyrir
17 millj. kr- (árið áður 20.1 millj. kr.), loðskinn
fyrir 4.6 millj. kr. (árið áður 1.8 millj. kr.), skinn
og húðir fyrir 2.9 millj. kr. (árið áður 1.8 millj-
kr.), garnir fyrir 2.8 millj. kr. (árið áður 3.4 millj.
kr.). Um 230 hross voru flutt til útlanda. — Bún-
aðarþing var haldið í Rvik i febrúar og marz. Að-
alfundur Stéttarsambands bænda var haldinn í Bif-
röst i september. Landbúnaðarnefnd ráðgjafarþings
Evrópuráðs hélt fund í Rvík í september.
Embætti. Embættaveitingar: 4. jan. var Árni Krist-
jánsson skipaður tónlistarstjóri Rikisútvarpsins. 7.
janúar var Ásgeir Pétursson skipaður formaður verk-
smiðjustjórnar Sementsverksmiðjunnar. 5. febr. voru
Gísli Fr. Petersen og Pétur H. J. Jakobsson skip"
aðir dósentar í læknadeild Háskóla íslands. 9. marz
(40)