Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Page 53
Björnssyni, héraðslækni i SiglufjarðarhéraSi, veitt
lausn frá embætti. 17. des. var Árna Finnbjörns-
syni veitt lausn frá störfum sem ræðism. íslands
i Praha. 28. des. var Helga P. Briem veitt iausn frá
embætti sem sendiherra íslands i Júgóslaviu og Sviss.
28. des. var Pétri Thorsteinss. veitt lausn frá embætti
sem sendiherra íslands í Ungverjalandi og Rúm-
eníu.
[15. des. 1959 var Páli V. G. Iíolka, héraðslækni
í Blönduóshéraði, veitt lausn frá embætti. 31. des.
1959 var Tómasi Árnasyni, deildarstjóra i varnar-
máladeild utanríkisráðuneytisins, veitt lausn frá
embætti.]
Fegurðarverðlaun. í alþjóðafegurðarsamkeppni i
Long Beach i Kaliforníu í ágúst hlaut Sigriður Geirs-
dóttir frá Reykjavik þriðju verðlaun.
Fornleifar. Á Tjörnesi fundust brunnin bein, við-
arkol og grjóthleðslur, sem sumir telja vera frá því
Um 200 e. Kr. Þetta mun þó ósannað. Grafnar voru
upp fornar bæjarrústir á Reyðarfelli i Hálsasveit.
Silfurbúið spjót frá söguöld fannst í nánd við Kot-
uiúla í Fljótshlíð.
Fulltrúar erlendra ríkja. 15. jan. afhenti A. Aroch
forseta íslands skilríki sin sem sendiherra ísraels
á íslandi (húsettur i Stokkhólmi). 19. fehr. afhenti T.
Thompson skilríki sin sem ambassador Bandarikj-
anna á íslandi. 20. fehr. afhenti Bjarne W. Paulson
skilriki sín sem ambassador Dana. 29. marz aíhenti
1*. Korbacsics skilriki sín sem sendiherra Ungverja-
lands (búsettur í Stoklchólmi). 30. marz afhenti Ch.
'L de Fontaine skilríki sín sem sendiherra Belgíu
(búsettur i Osló). 9. mai afhenti A. Matsui skilríki
sín sem sendiherra Japans (búsettur í Stokkhólmi).
4- júli afhenti R. A. Mac Kay skilriki sin sem am-
bassador Kanada (Thor Thors hafði afhent sam-
svarandi skilríki í Ottawa 20. júni). 5. júli afhenti
G. A. Bergnes skilriki sin sem sendiherra Kúbu (bú-
(47)