Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Side 55
völlum 9. og 10. sept. Hinn 10. sept. voru stofnu'ð
samtök andstæðinga herstöðvanna-
Iðnaður. Enn sem fyrr bagaði lánsfjárskortur ís-
lenzkan iðnað allmjög. Iðnskólinn í Rvik starfrækti
verknám í nokkrum greinum, prentiðn, málaraiðn,
rafvirkjun og húsa- og húsgagnasmiði. Sænskur sér-
fræðingur í rannsóknamálum iðnaðarins dvaldist um
skeið hér á landi á vegum Félags íslenzkra iðnrek-
enda. Bandarískur sérfræðingur dvaldist hér á landi
til að rannsaka, á livern hátt mætti draga úr bygg-
ingakostnaði. Tæknifræðingafélag íslands var stofnað
í júlí. í desember var stofnað Stjórnunarmálafélag
Islands, en markmið þess er að vinna að vísinda-
legri stjórnun, liagræðingu og almennri hagnýtni í
atvinnurekstri einstaklinga, félaga og liins opinbera.
Nýtt fyrirtæki í Rvík, GJerskreyting li. f., tók að
sér að myndskreyta og blýleggja gler. Nýtt fyrir-
tæki, Bifreiðastillingar, sem sér um stillingu á bif-
reiðum, tók til starfa í Rvik. Verksmiðja S. í. B. S.
tók til starfa í Rvík. Eru þar framleiddar plastvör-
ur. Nýtt fyrirtæki, Ryðhreinsun og málmhúðun, tók
til starfa í Rvík, og annast það einnig sandblástur
á gler. Baldvin Jónsson í Rvík fann upp nýja vél
til að reyta fugla. Hafnarfjarðarbær gerði samning
við þýzkt félag um vikurvinnslu í landi bæjarins.
Beltaverksmiðja tók til starfa á Brúarlandi i Mos-
fellssveit. Eru þar endurbyggð belti og hjól í belt-
isdráttarvélar og skurðgröfur. Gólfteppavefstóll var
tekinn i notkun i verksmiðjunni á Álafossi, og er
það stærsti vefstóll á íslandi, vegur 25 tonn. Þang-
mjölsvinnsla hófst á Rifi. Vélsmiðja tók til starfa
á Blönduósi. Unnið var að stæklcun súkkulaðiverk-
smiðjunnar Lindu á Akureyri. Á Akureyri var unnið
að plastverksmiðju til framleiðslu á einangrunar-
plasti. Fyrirtæki, sem tekur að sér sandblástur og
málmhúðun, tók til starfa á Akureyri. Byggt var
nýtt verksmiðjuhús fyrir niðursuðuverksmiðju K.
(49)