Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Side 57
Danmörk, Noregur, Belgía). Fékk íslenzka sveitin
þar 61 stig. Á þessu móti setti Þórður B. Sigur'ðs-
son nýtt íslandsmet i sleggjukasti: 53,97 m. K. R.
keppti i Færeyjum i júli. Landskeppni i frjálsíþrótt-
um miili íslendinga og Austur-Þjóðverja fór fram
i Schwerin 11. sept., og unnu Austur-Þjóðverjar 111 :
70. Landsleikur í knattspyrnu milli fslendinga og
íra fór fram í Dýflinni 11. sept. og unnu írar 2 :1.
Á íþróttamóti í Dresden i sept. setti Kristleifur Guð-
björnsson nýtt íslandsmet í 3000 metra hindrunar-
hlaupi, hljóp á 9,07,6 mín. —■ Erlendir íþróttamenn
tóku þátt í nokkrum mótum á íslandi. Rússneska
knattspyrnuliðið Dynamo keppti i Rvík i júní. Heims-
meistarinn í 800 metra hlaupi, Belgíumaðurinn R.
Moens, tók þátt í íþróttamóti i Rvík í júni. Knatt-
spyrnulið frá Luxemhurg keppti hér á landi i júní.
3. ágúst var háður i Rvik landsleikur í knattspyrnu
milli íslendinga og Vestur-Þjóðverja, og sigruðu
Vestur-Þjóðverjar með 5 :0. Færeyskt knattspyrnu-
lið keppti í Keflavík í ágúst. Tékkneskt handknatt-
leikslið keppti hér á landi i nóvember.
Samnorræn sundkeppni fór fram um sumarið, og
var keppt um bikar, sem forseti íslands hafði gef-
ið. Norðmenn unnu sundkeppnina. Hér á landi syntu
31,382. Eyjólfur Jónsson vann ýmis frækileg sund-
afrek á árinu. 29. júní synti hann frá Hrísey til
Dalvíkur. 10. júli synti hann frá Svalbarðseyri að
Torfunefsbryggju á Akureyri. Erlingur Pálsson yfir-
lögregluþjónn, sem var 65 ára, synti frá Engey til
Reykjavikur 31. júli. Lögregluþjónar i Rvik unnu
ýmis önnur sundafrek, t. d. synti Axel Kvaran lög-
regluþjónn frá Kjalarnesstöngum til Rvikur 20. ág-
úst. Hrafnhildur Guðmundsdóttir setti nýtt íslands-
met i 100 metra bringusundi kvenna, synti á 1 mín.,
23,6 sek.
Jón Pétursson setti nýtt íslandsmet í hástökki,
stökk 1,98 m. Vilhjálmur Einarsson setti nýtt Norð-
(51)