Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Page 58
urlandamet í þrístökki, stökk 10,70 m., og var það
jafnt þágildandi heimsmeti. — Knattspyrnufélag
Akraness varð íslandsmeistari í knattspyrnu. Ár-
mann J. Lárusson varð glímukóngur íslands í átt-
unda sinn. Skíðamót íslands var haldið á Siglu-
firði í apríl. íslandsmót i kappróðri fór fram á Ak-
ureyri í september.
Vilhjálmur Einarsson og Höskuldur Karlsson héldu
námskeið fyrir drengi í Hveragerði um sumarið, og
voru kenndar þar ýmsar iþróttir.
Friðrik Ólafsson stórmeistari tók þátt í skákmót-
um i Argentínu um vorið og fyrri hluta sumars.
í ágúst háði Friðrik skákeinvigi við Freystein Þor-
bergsson, skákmeistara íslands, og vann Friðrik 5 :1.
í nóvember og desember tók Friðrik þátt í alþjóð-
legu skákmóti i Nijmegen i Hollandi og varð þar
efstur. Norðurlandameistarinn Sven Johannessen
keppti á skákmóti í Rvík — Gilfersmóti — i septem-
ber. Bandaríski skákmeistarinn Robert Fischer tók
þátt í skákmótum i Rvik í október. íslenzkir skák-
menn tóku þátt i Ólympiuskákmóti í Leipzig í okt.
og nóv.
Kirkjuþing. Kirkjuþing var haldið i Rvik í október
og nóvember.
Kristniboð. 29. maí voru þau Jóhannes Ólafsson
læknir og frú Áslaug Johnsen kona hans vigð til
starfa við kristniboðsstöðina i Gidole í Abessiniu,
Ingunn Gisladóttir hjúkrunarkona kom heim frá
Konso til hvíldar.
Mannalát. Aðalbjörg J. Sigfúsd. húsfr., 8. marz, f.
20. júní ’12. Aðalheiður S. Jónasd. liúsfr., Kroppi,
Eyjaf., 16. okt., f. 4. nóv. ’74. Aðalheiður B- Vil-
hjálmsd. húsfr., Hofsósi, 3. okt., f. 31. okt. ’22. Að-
alsteinn Guðmundss. verzl., Rvík, 27. jan., f. 17. júni
’OO. Aðalsteinn Jónatanss. (frá Búðanesi) smiður,
Akureyri, 23. sept., f. 3. febr. ’84. Aðalsteinn Jón-
atanss. verkam., Siglufirði, 25. nóv., f. 20. mai ’OO.
(52)