Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Side 98
lands. Nefndist ritgerðin: „Dómsdagurinn í Flata-
tungu“.
Allmargir íslendingar luku prófum við erlenda
háskóla. Högna Sigurðardóttir frá Vestmannaeyjum
lauk prófi i arkitektúr i París með mjög hárri ein-
kunn og hlaut tvenn verðlaun. Oddur Benediktss.
frá Rvik iauk prófi i vélaverkfræði við verkfræði-
háskólann í Troy i New York-ríki. Gunnar Ólafss.
frá Reykjavik lauk prófi í landbúnaðarvisindum við
landbúnaðarháskólann á Ási í Noregi. Ólafur Jónss.
frá Rvík lauk prófi i bókmenntasögu við Stokk-
hólmsháskóla. Jónas Frimannss. frá Kópavogi lauk
prófi í verkfræði í Khöfn. Jón M. Samsonarson mag.
art. fékk fræðimannastyrk frá Kaupmannahafnarhá-
skóla, en sá styrkur, sem skal veitast fræðimanni
frá einhverju Norðurlandanna, var þá veittur í fyrsta
sinn. Þorleifur Einarss. frá Rvik varði 13. júli í Köln
doktorsritgerð um gróðurfarssögu íslands frá lokum
ísaldar til vorra daga.
5. apríl varði Björn Sigurbjörnss. frá Rvik doktors-
ritgerð við Cornellháskóla i Bandaríkjunum. Fjallaði
hún um íslenzka melinn (Elymus arenarius).
[Menn eru vinsamlega beðnir að senda árbók-
inni upplýsingar um háskólapróf íslendinga erlend-
is á undanförnum árum.]
109 stúdentar voru brautskráðir úr Menntaskólan-
um í Rvik. Hæsta einkunn hlaut Þorsteinn Vil-
lijálmsson, ágætiseink., 9,33. Úr Menntaskólanum á
Akureyri voru brautskráðir 52 stúdentar. Hæstar
einkunnir hlutu Jón Sigurðsson og Sigurður Dag-
bjartsson, báðir I. eink., 8,98. 20 stúdentar voru
brautskráðir úr Menntaskólanum á Laugarvatni.
Hæsta einkunn hlaut Eysteinn Pétursson, ágætis-
einkunn, 9,07. Úr Verzlunarskólanum i Rvík voru
brautskráðir 24 stúdentar. Hæsta einkunn hlaut Ragn-
(92)