Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Side 100
ar ferðir til Helsinki. Ný Cloudmasterflugvél Loft-
leiða, Snorri Sturluson, kom til íslands i marz, en
félagið seldi flugvélina Sögu til útlanda. Ný flug-
vél Slysavarnafélagsins og Björns Pálssonar kom til
íslands í júli.
Nýtt varðskip, Óðinn, kom til landsins i janúar.
Nýtt skip Eimskipafélags íslands, Brúarfoss (smíð-
að i Álaborg), kom til landsins i desember.
Talstöðvar voru settar i marga leigubíla í Rvík.
Úlfar Jacobsen stofnaði nýja ferðaskrifstofu í Rvík.
Önnur ný ferðaskrifstofa, Lönd og leiðir (fram-
kvæmdastjóri Valgeir Gestsson), var stofnuð í Rvík.
Slysfarir og slysavarnir. Alls fórust á árinu K>
manns af slysförum (árið áður 104). Af þeim drukkn-
uðu 23, en 11 fórust í umferðarslysum. 70 manns
var bjargað úr sjávarháska hér við land, aðallega
fyrir atbeina Slysavarnafélags íslands. Slysavarna-
félagið hélt námskeið í hjálp i viðlögum á allmörg-
um stöðum. í mai var Gunnar Friðriksson kjörinn
forseti Slysavarnafélags íslands, en Guðbjartur Ól-
afsson lét af störfum. — 4. janúar fórst vélbátur-
inn Rafnkell úr Garði og með honum sex menn.
28. júní sökk vélskipið Drangajökull á Pentlands-
firði, en áhöfninni, nitján manns, var bjargað af
skozkum togara. Aðfaranótt 16. okt. sökk vélskipið
Straumey í nánd við Vestmannaeyjar, en áhöfn-
inni, sjö manns, var bjargað. Aðfaranótt 25. nóv.
sökk vélskipið Helga suður af Reykjanesi, en áhöfn-
in, tíu manns, bjargaðist í gúmmíbát og var síðan
bjargað af þýzkum togara. Gísli Friðbjörnsson í
Rvík fann upp nýja gerð af bjargstökkum. — Ymis
frækileg björgunarafrek voru unnin á árinu. 16>
febr. bjargaði Sigurgeir Ingvason erlendri konu fra
drukknun í Tjörninni í Rvík. 23. marz bjargaði Mar-
geir Valberg á Sauðárkróki barni frá drukknun þar
í höfninni. 26. nóv. bjargaði Edvarð Ö. Ólsen, 14
(94)