Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Qupperneq 101
ára drengur í Rvík, 5 ára dreng frá drukknun í
Reykj avíkurt j ör n.
Stjórnarfar. Annað kjörtímabil herra Ásgeirs Ás-
geirssonar, forseta íslands, var útrunnið á árinu,
en hann varð sjálfkjörinn forseti næsta kjörtíma-
bil. Var hann settur inn i embætti að nýju 1. ágúst.
Forseti íslands og frú hans voru viðstödd hátíða-
liöldin á Akureyri 17. júní.
Stjórn Ólafs Thors sat að völdum allt árið. Meðal
laga, sem afgreidd voru frá Alþingi, voru lög um
efnahagsmál, almannatryggingar, tekjuskatt, útsvör,
jöfnunarsjóð sveitafélaga, framleiðsluráð landbúnað-
arins, verzlunarbanka, ferskfiskmat, vernd fiski-
stofna í úthafinu og lánasjóð námsmanna.
Útvegur. Rrezkir togarar héldu áfram að veiða i
I íslenzkri landhelgi með herskipavernd. Alþjóðaráð-
stefna um landhelgismál og fiskveiðilögsögu var hald-
in í Généve i Sviss i marz, en samkomulag náðist
ekki. Um þær mundir og fyrst á eftir kvað litið að
yfirgangi brezkra herskipa í islenzkri landhelgi, en
hann færðist nokkuð i aukana um sumarið. Þó kvað
yfirleitt heldur minna að landhelgisbrotum Rreta en
árið áður. Viðræður milli íslendinga og Rreta um
landhelgismálið hófust i Rvík i október. — Drag-
nótaveiðar i landhelgi voru leyfðar á nokkrum svæð-
um.
Heildaraflinn var 513,700 tonn (árið áður 564,400).
Freðfiskur var 200,000 tonn (árið áður 236,200),
saltfiskur 74,900 tonn (árið áður 69,400), harðfiskur
56,100 tonn (árið áður 45,000), ísfiskur 26,300 tonn
(árið áður 13,300). Afli togaranna minnkaði, eink-
um karfaaflinn. Þorskafli vélbátanna jókst aftur á
móti nokkuð. Dálítið af nýjum fiski var flutt til
útlanda með flugvélum. Fiskmjöl lækkaði mjög í
verði vegna framboðs frá Perú.
Síldaraflinn var 136,400 tonn (árið áður 182,900).
258 skip stunduðu sumarsíldveiðar (árið áður 224).
'95)