Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Page 103
(árið áður 23,8 millj. kr.), fiskmjöl fyrir G9,2 millj.
kr. (árið áður 67,5 millj. kr.), þurrkaður saltfisk-
ur fyrir 66,5 millj. kr. (árið áður 50,7 millj. kr.),
þorskalýsi fyrir 65,5 millj. kr. (árið áður 31,9 millj.
kr.), karfamjöl fyrir 39,8 millj. kr. (árið áður 27,2
millj. kr.), rækjur og humar fyrir 35,2 millj. kr.
(árið áður 6,2 millj. kr.), söltuð matarhrogn fyrir
28,4 millj. kr. (árið áður 9,7 millj. kr.), hvallýsi
fyrir 25 millj. kr. (árið áður 5,5 millj. kr.), freð-
síld fyrir 23,3 millj. kr. (árið áður 14,8 millj. kr.),
niðursoðinn fiskur fyrir 15,6 millj. kr. (árið áður
9,3 millj. kr.), karfalýsi fyrir 14,5 millj. kr. (árið
áður 16,1 millj. kr.), söltuð beitulirogn fyrir 12 millj.
kr. (árið áður 5,4 millj. kr.), fryst hvalkjöt fyrir
9,9 millj. kr. (árið áður 5,3 millj. kr.), fryst hrogn
fyrir 9 millj. kr. (árið áður 6,4 millj. kr.), söltuð
þunnildi fyrir 4,3 millj. kr. (árið áður 1,5 millj.
kr.).
Verklegar framkvæmdir. Enn var unnið mikið að
íbúðabyggingum í Rvik, m. a. að byggingu nokk-
urra háhýsa. Mest kvað að byggingu íbúðarhúsa í
austurhverfum bæjarins. Enn var unnið að stækkun
Landspítalans, Landakotsspitalans og Elliheimilisins
Grundar. Unnið var að bæjarsjúkrahúsinu í Foss-
vogi. Nýtt fæðingarheimili tók til starfa í Rvík. Unn-
ið var að stækkun dvalarheimilis aldraðra sjómanna.
Unnið var að byggingu blindraheimilis í Rvik. Tek-
ið var til afnota nýtt hús Slysavarnafélags íslands
í Rvík. Unnið var að Hallgrlmskirkju, Háteigskirkju
og Langholtskirkju í Rvík. Hornsteinn Háteigskirkju
var lagður 19. júní. Unnið var að kirkju Fíladelf-
íusafnaðarins í Rvík. Ryggðar voru vinnustofur i
eðlis- og efnafræði ofan á íþróttahús Háskóla ís-
lands. Lokið var innréttingu hins nýja húss Nátt-
úrugripasafnsins í Rvik. Unnið var að byggingu
kvikmyndahúss Háskólans. Unnið var að byggingu
húss Kennaraskóla íslands og að húsi Verzlunar-
(97)
4